Innlent

Kvittun til að fá rétt verð fyrir jólagjafir

Snærós Sindradóttir skrifar
Neytendur keppast um að skipta jólagjöfunum þessa dagana en oft rennur frestur út um áramót.
Neytendur keppast um að skipta jólagjöfunum þessa dagana en oft rennur frestur út um áramót. vísir/Vilhelm
„Það er enginn skilaréttur á Íslandi. Það eru engin lög sem gilda nema varan sé gölluð,“ segir Sigurlína Sigurðardóttir, starfsmaður Neytendasamtakanna.

Margir þurfa að gera sér ferð í verslanir eftir jólin til að skipta jólagjöfum sem ýmist komu í tveimur eintökum eða henta ekki viðkomandi.

Sigurlína segir að verslunum beri ekki skylda til að taka á móti vörum nema þær séu gallaðar.

Þá segir Sigurlína að ekkert eftirlit sé með því hvort verslanir lækki verð á vöru sinni strax eftir jól, sem verði til þess að viðskiptavinir fái jafnvel lægri upphæð fyrir skiptivöruna en gefandinn greiddi.

„Ef þú ætlar að skila jólagjöf þá áttu að fá það verð sem var greitt fyrir vöruna. En þú þarft að geta sannað hvað var greitt fyrir vöruna. Við bendum fólki alltaf á að geyma kvittanir,“ segir Sigurlína Sigurðardóttir. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×