Sport

UFC-veisla í Vegas

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Paige á vigtinni í gær.
Paige á vigtinni í gær. vísir/getty
UFC 194 er ekki eina UFC-kvöldið í Las Vegas þessa vikuna því UFC býður til veislu þrjá daga í röð.

Veislan hefst í kvöld þegar ungstirnin og framtíðarstjörnurnar fá að sanna sig. Það eru þau Paige VanZant og Sage Northcutt.

Ungt og bráðmyndarlegt fólk sem einnig er afar vel að sér í MMA og á líklega bjarta framtíð fyrir höndum. UFC ætlar augljóslega að veðja á þau enda fá þau tækifæri í kvöld með fjölda blaðamanna í bænum.

VanZant er 21 árs gömul og þrátt fyrir sakleysislegt yfirbragð er hún grjóthörð. Hún mætir Rose Namajunas í kvöld og sigur þar fleytir henni nálægt titilbardaga.

Sage Northcutt er aðeins 19 ára gamall og á hraðleið í þeirri för sinni að verða yngsti heimsmeistarinn í sögu UFC.

Hann er fjallmyndarlegur, vaxinn eins og grískur Guð og gríðarlega öflugur bardagamaður. Hann er að fara að berjast við Cody Pfister í kvöld og það verður afar áhugaverð rimma.

Það verður hægt að sjá þessar framtíðarstjörnur UFC í beinni á Stöð 2 Sport í nótt.

Northcutt er þokkalegur skrokkur.vísir/getty
MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×