Heimavinnan nú að ná markmiðum COP21 Snærós Sindradóttir skrifar 14. desember 2015 06:00 Hugi Ólafsson Vísir/AFP „Ég held að ég geti ekki sagt að það séu nokkur einustu vonbrigði. Ég er búinn að fylgjast með þessu í yfir tíu ár og ég hef aldrei verið á fundi þar sem hefur verið jafn ríkur samkomulagsvilji og jákvætt andrúmsloft,“ segir Hugi Ólafsson, formaður samninganefndar Íslands í loftslagsmálum. Parísarsamkomulagið svokallaða var samþykkt með lófataki að lokinni loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna Cop21 sem hófst þann fyrsta desember síðastliðinn. Samkomulagið tekur gildi árið 2020 þegar tímabil Kýótó-bókunarinnar rennur sitt skeið.Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon og forseti Frakklands François Hollande féllust í faðma í lok ráðstefnunnar í París á laugardag. Alls eiga 195 ríki Sameinuðu þjóðanna þátt í samkomulaginu. Fréttablaðið/EPAÍsland var með undanþágu frá Kýótó-bókuninni sem heimilaði umframlosun á 1600 þúsund tonnum af koltvísýringi svo hægt væri að byggja upp stóriðju. Hugi segir að nú spili Ísland í sama leik og aðrar þjóðir. „Við erum með sambærileg markmið og önnur Evrópuríki og ekki með neinar sérstakar undanþágur.“ Alls koma 195 ríki að Parísarsamkomulaginu sem dekkar ríflega níutíu prósent af losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum í dag. Hvert ríki setur sér eigin aðgerðaáætlun til að ná markmiðum um minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda svo halda megi hlýnun lofthjúpsins innan við 2°C. „Samningurinn er fyrst og fremst grunnur og ótímasettur. Flest ríki hafa verið að setja sér markmið til 2030 sem svo er gert ráð fyrir að verði reglulega endurskoðuð,“ segir Hugi. Hann segir markmið Íslands vera að finna í sóknaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum en þau verði svo útfærð betur.Sigrún MagnúsdóttirSigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segir erfitt að segja til um hvaða breytingar íslensk fyrirtæki og almenningur þurfi að gera til að Ísland nái eigin markmiðum. „Okkar skylda er jafn rík og annarra þjóða. Það sem ég segi og hef sagt er að fyrst og fremst þarf að eiga sér stað hugarfarsbreyting. Við höfum náð efsta sæti í jafnréttismálum í heiminum, auðvitað var það barátta, en það þurfti hugarfarsbreytingu. Nákvæmlega sömu hugarfarsbreytingu þarf núna um loftslagsmálið,“ segir Sigrún.Svandís SvavarsdóttirSvandís Svavarsdóttir, þingkona Vinstri grænna og fyrrverandi umhverfisráðherra, segir að næsta verkefni sé að sýna að gjörðir fylgi orðum. „Við höfum tekið mjög skýrt undir þrjú megináherslumál Náttúruverndarsamtaka Íslands sem er í fyrsta lagi að Ísland verði sjálft að draga úr losun um fjörutíu prósent. Í öðru lagi að Ísland verði kolefnishlutlaust 2050 og í þriðja lagi liggur mælikvarðinn um hvort við meinum eitthvað sem við segjum á Drekasvæðinu,“ segir Svandís og að það sé fullkominn tvískinnungur að halda áfram undirbúningi vinnslu og rannsókna fyrir olíuborun. Einn helsti vísindamaður og aktivisti heims á sviði loftslagsmála, James Hansen, gefur lítið fyrir samkomulagið í samtali við the Guardian. „Það er kjaftæði af þeim að segjast geta náð hlýnun niður fyrir 2°C og reyna svo að gera betur á fimm ára fresti. Á meðan jarðefnaeldsneyti heldur áfram að vera ódýrasta eldsneytið þá munum við halda áfram að nota það.“ Loftslagsmál Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira
„Ég held að ég geti ekki sagt að það séu nokkur einustu vonbrigði. Ég er búinn að fylgjast með þessu í yfir tíu ár og ég hef aldrei verið á fundi þar sem hefur verið jafn ríkur samkomulagsvilji og jákvætt andrúmsloft,“ segir Hugi Ólafsson, formaður samninganefndar Íslands í loftslagsmálum. Parísarsamkomulagið svokallaða var samþykkt með lófataki að lokinni loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna Cop21 sem hófst þann fyrsta desember síðastliðinn. Samkomulagið tekur gildi árið 2020 þegar tímabil Kýótó-bókunarinnar rennur sitt skeið.Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon og forseti Frakklands François Hollande féllust í faðma í lok ráðstefnunnar í París á laugardag. Alls eiga 195 ríki Sameinuðu þjóðanna þátt í samkomulaginu. Fréttablaðið/EPAÍsland var með undanþágu frá Kýótó-bókuninni sem heimilaði umframlosun á 1600 þúsund tonnum af koltvísýringi svo hægt væri að byggja upp stóriðju. Hugi segir að nú spili Ísland í sama leik og aðrar þjóðir. „Við erum með sambærileg markmið og önnur Evrópuríki og ekki með neinar sérstakar undanþágur.“ Alls koma 195 ríki að Parísarsamkomulaginu sem dekkar ríflega níutíu prósent af losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum í dag. Hvert ríki setur sér eigin aðgerðaáætlun til að ná markmiðum um minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda svo halda megi hlýnun lofthjúpsins innan við 2°C. „Samningurinn er fyrst og fremst grunnur og ótímasettur. Flest ríki hafa verið að setja sér markmið til 2030 sem svo er gert ráð fyrir að verði reglulega endurskoðuð,“ segir Hugi. Hann segir markmið Íslands vera að finna í sóknaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum en þau verði svo útfærð betur.Sigrún MagnúsdóttirSigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segir erfitt að segja til um hvaða breytingar íslensk fyrirtæki og almenningur þurfi að gera til að Ísland nái eigin markmiðum. „Okkar skylda er jafn rík og annarra þjóða. Það sem ég segi og hef sagt er að fyrst og fremst þarf að eiga sér stað hugarfarsbreyting. Við höfum náð efsta sæti í jafnréttismálum í heiminum, auðvitað var það barátta, en það þurfti hugarfarsbreytingu. Nákvæmlega sömu hugarfarsbreytingu þarf núna um loftslagsmálið,“ segir Sigrún.Svandís SvavarsdóttirSvandís Svavarsdóttir, þingkona Vinstri grænna og fyrrverandi umhverfisráðherra, segir að næsta verkefni sé að sýna að gjörðir fylgi orðum. „Við höfum tekið mjög skýrt undir þrjú megináherslumál Náttúruverndarsamtaka Íslands sem er í fyrsta lagi að Ísland verði sjálft að draga úr losun um fjörutíu prósent. Í öðru lagi að Ísland verði kolefnishlutlaust 2050 og í þriðja lagi liggur mælikvarðinn um hvort við meinum eitthvað sem við segjum á Drekasvæðinu,“ segir Svandís og að það sé fullkominn tvískinnungur að halda áfram undirbúningi vinnslu og rannsókna fyrir olíuborun. Einn helsti vísindamaður og aktivisti heims á sviði loftslagsmála, James Hansen, gefur lítið fyrir samkomulagið í samtali við the Guardian. „Það er kjaftæði af þeim að segjast geta náð hlýnun niður fyrir 2°C og reyna svo að gera betur á fimm ára fresti. Á meðan jarðefnaeldsneyti heldur áfram að vera ódýrasta eldsneytið þá munum við halda áfram að nota það.“
Loftslagsmál Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira