Heimavinnan nú að ná markmiðum COP21 Snærós Sindradóttir skrifar 14. desember 2015 06:00 Hugi Ólafsson Vísir/AFP „Ég held að ég geti ekki sagt að það séu nokkur einustu vonbrigði. Ég er búinn að fylgjast með þessu í yfir tíu ár og ég hef aldrei verið á fundi þar sem hefur verið jafn ríkur samkomulagsvilji og jákvætt andrúmsloft,“ segir Hugi Ólafsson, formaður samninganefndar Íslands í loftslagsmálum. Parísarsamkomulagið svokallaða var samþykkt með lófataki að lokinni loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna Cop21 sem hófst þann fyrsta desember síðastliðinn. Samkomulagið tekur gildi árið 2020 þegar tímabil Kýótó-bókunarinnar rennur sitt skeið.Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon og forseti Frakklands François Hollande féllust í faðma í lok ráðstefnunnar í París á laugardag. Alls eiga 195 ríki Sameinuðu þjóðanna þátt í samkomulaginu. Fréttablaðið/EPAÍsland var með undanþágu frá Kýótó-bókuninni sem heimilaði umframlosun á 1600 þúsund tonnum af koltvísýringi svo hægt væri að byggja upp stóriðju. Hugi segir að nú spili Ísland í sama leik og aðrar þjóðir. „Við erum með sambærileg markmið og önnur Evrópuríki og ekki með neinar sérstakar undanþágur.“ Alls koma 195 ríki að Parísarsamkomulaginu sem dekkar ríflega níutíu prósent af losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum í dag. Hvert ríki setur sér eigin aðgerðaáætlun til að ná markmiðum um minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda svo halda megi hlýnun lofthjúpsins innan við 2°C. „Samningurinn er fyrst og fremst grunnur og ótímasettur. Flest ríki hafa verið að setja sér markmið til 2030 sem svo er gert ráð fyrir að verði reglulega endurskoðuð,“ segir Hugi. Hann segir markmið Íslands vera að finna í sóknaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum en þau verði svo útfærð betur.Sigrún MagnúsdóttirSigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segir erfitt að segja til um hvaða breytingar íslensk fyrirtæki og almenningur þurfi að gera til að Ísland nái eigin markmiðum. „Okkar skylda er jafn rík og annarra þjóða. Það sem ég segi og hef sagt er að fyrst og fremst þarf að eiga sér stað hugarfarsbreyting. Við höfum náð efsta sæti í jafnréttismálum í heiminum, auðvitað var það barátta, en það þurfti hugarfarsbreytingu. Nákvæmlega sömu hugarfarsbreytingu þarf núna um loftslagsmálið,“ segir Sigrún.Svandís SvavarsdóttirSvandís Svavarsdóttir, þingkona Vinstri grænna og fyrrverandi umhverfisráðherra, segir að næsta verkefni sé að sýna að gjörðir fylgi orðum. „Við höfum tekið mjög skýrt undir þrjú megináherslumál Náttúruverndarsamtaka Íslands sem er í fyrsta lagi að Ísland verði sjálft að draga úr losun um fjörutíu prósent. Í öðru lagi að Ísland verði kolefnishlutlaust 2050 og í þriðja lagi liggur mælikvarðinn um hvort við meinum eitthvað sem við segjum á Drekasvæðinu,“ segir Svandís og að það sé fullkominn tvískinnungur að halda áfram undirbúningi vinnslu og rannsókna fyrir olíuborun. Einn helsti vísindamaður og aktivisti heims á sviði loftslagsmála, James Hansen, gefur lítið fyrir samkomulagið í samtali við the Guardian. „Það er kjaftæði af þeim að segjast geta náð hlýnun niður fyrir 2°C og reyna svo að gera betur á fimm ára fresti. Á meðan jarðefnaeldsneyti heldur áfram að vera ódýrasta eldsneytið þá munum við halda áfram að nota það.“ Loftslagsmál Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
„Ég held að ég geti ekki sagt að það séu nokkur einustu vonbrigði. Ég er búinn að fylgjast með þessu í yfir tíu ár og ég hef aldrei verið á fundi þar sem hefur verið jafn ríkur samkomulagsvilji og jákvætt andrúmsloft,“ segir Hugi Ólafsson, formaður samninganefndar Íslands í loftslagsmálum. Parísarsamkomulagið svokallaða var samþykkt með lófataki að lokinni loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna Cop21 sem hófst þann fyrsta desember síðastliðinn. Samkomulagið tekur gildi árið 2020 þegar tímabil Kýótó-bókunarinnar rennur sitt skeið.Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon og forseti Frakklands François Hollande féllust í faðma í lok ráðstefnunnar í París á laugardag. Alls eiga 195 ríki Sameinuðu þjóðanna þátt í samkomulaginu. Fréttablaðið/EPAÍsland var með undanþágu frá Kýótó-bókuninni sem heimilaði umframlosun á 1600 þúsund tonnum af koltvísýringi svo hægt væri að byggja upp stóriðju. Hugi segir að nú spili Ísland í sama leik og aðrar þjóðir. „Við erum með sambærileg markmið og önnur Evrópuríki og ekki með neinar sérstakar undanþágur.“ Alls koma 195 ríki að Parísarsamkomulaginu sem dekkar ríflega níutíu prósent af losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum í dag. Hvert ríki setur sér eigin aðgerðaáætlun til að ná markmiðum um minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda svo halda megi hlýnun lofthjúpsins innan við 2°C. „Samningurinn er fyrst og fremst grunnur og ótímasettur. Flest ríki hafa verið að setja sér markmið til 2030 sem svo er gert ráð fyrir að verði reglulega endurskoðuð,“ segir Hugi. Hann segir markmið Íslands vera að finna í sóknaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum en þau verði svo útfærð betur.Sigrún MagnúsdóttirSigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segir erfitt að segja til um hvaða breytingar íslensk fyrirtæki og almenningur þurfi að gera til að Ísland nái eigin markmiðum. „Okkar skylda er jafn rík og annarra þjóða. Það sem ég segi og hef sagt er að fyrst og fremst þarf að eiga sér stað hugarfarsbreyting. Við höfum náð efsta sæti í jafnréttismálum í heiminum, auðvitað var það barátta, en það þurfti hugarfarsbreytingu. Nákvæmlega sömu hugarfarsbreytingu þarf núna um loftslagsmálið,“ segir Sigrún.Svandís SvavarsdóttirSvandís Svavarsdóttir, þingkona Vinstri grænna og fyrrverandi umhverfisráðherra, segir að næsta verkefni sé að sýna að gjörðir fylgi orðum. „Við höfum tekið mjög skýrt undir þrjú megináherslumál Náttúruverndarsamtaka Íslands sem er í fyrsta lagi að Ísland verði sjálft að draga úr losun um fjörutíu prósent. Í öðru lagi að Ísland verði kolefnishlutlaust 2050 og í þriðja lagi liggur mælikvarðinn um hvort við meinum eitthvað sem við segjum á Drekasvæðinu,“ segir Svandís og að það sé fullkominn tvískinnungur að halda áfram undirbúningi vinnslu og rannsókna fyrir olíuborun. Einn helsti vísindamaður og aktivisti heims á sviði loftslagsmála, James Hansen, gefur lítið fyrir samkomulagið í samtali við the Guardian. „Það er kjaftæði af þeim að segjast geta náð hlýnun niður fyrir 2°C og reyna svo að gera betur á fimm ára fresti. Á meðan jarðefnaeldsneyti heldur áfram að vera ódýrasta eldsneytið þá munum við halda áfram að nota það.“
Loftslagsmál Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira