Enn fleiri listamenn bætast við á Sónar Stefán Árni Pálsson skrifar 16. desember 2015 19:00 Hátíðin er haldin í Hörpunni. vísir Tíu hljómsveitir og listamenn hafa nú bæst við dagskrá tónlistarhátíðarinnar Sónar Reykjavík - sem fram fer á fimm sviðum í Hörpu dagana 18.-20. febrúar á næst ári. Meðal þeirra er bandaríska dans-rokksveitin (CHK CHK CHK), einn virtasti plötusnúður heims Annie Mac og hin rísandi stjarna Hildur sem spila mun á sérstöku Red Bull Music Academy sviði. Alls hafa rúmlega 60 hljómsveitir, listamenn og plötusnúðar verið staðfestir fyrir dagskrá Sónar Reykjavík 2016. Hátíðin fer fram á fimm sviðum í Hörpu, m.a. í bílakjallara tónlistarhússins sem breytt verður í næturklúbb. Mikill áhugi er á hátíðinni erlendis, enda vel verið látið af viðburðinum og sérkennum hans í erlendum fjölmiðlum frá því hún var fyrst haldin árið 2013. Aldrei fyrr hafa jafn margir miðar selst á hátíðina í Bretlandi, Þýskalandi og Kanada. Uppselt hefur verið á Sónar Reykjavík síðustu tvö ár. Meðal þeirra listamanna og hljómsveita sem þegar hefur verið staðfest að komi fram á Sónar Reykjavík 2016 eru; Boys Noise (DE), Hudson Mohawke (UK), Angel Haze (US), Squarepusher (UK), Holly Herndon (US), Ellen Allien (DE), Floating Points (UK), Oneothrix Point Never (US), Ben UFO (UK), Lone (UK), Black Madonna (US), Rødhåd (DE), Recondite (DE), AV AV AV (DK), Eloq (DK), Páll Óskar, Kiasmos, Úlfur Úlfur, Apparat Organ Quartet, Bjarki, President Bongo & Emotional Carpenters, Intr0beatz, Sturla Atlas og Vaginaboys. Lokadagskrá hátíðarinnar verður kynnt í byrjun janúar. Sónar Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Tíu hljómsveitir og listamenn hafa nú bæst við dagskrá tónlistarhátíðarinnar Sónar Reykjavík - sem fram fer á fimm sviðum í Hörpu dagana 18.-20. febrúar á næst ári. Meðal þeirra er bandaríska dans-rokksveitin (CHK CHK CHK), einn virtasti plötusnúður heims Annie Mac og hin rísandi stjarna Hildur sem spila mun á sérstöku Red Bull Music Academy sviði. Alls hafa rúmlega 60 hljómsveitir, listamenn og plötusnúðar verið staðfestir fyrir dagskrá Sónar Reykjavík 2016. Hátíðin fer fram á fimm sviðum í Hörpu, m.a. í bílakjallara tónlistarhússins sem breytt verður í næturklúbb. Mikill áhugi er á hátíðinni erlendis, enda vel verið látið af viðburðinum og sérkennum hans í erlendum fjölmiðlum frá því hún var fyrst haldin árið 2013. Aldrei fyrr hafa jafn margir miðar selst á hátíðina í Bretlandi, Þýskalandi og Kanada. Uppselt hefur verið á Sónar Reykjavík síðustu tvö ár. Meðal þeirra listamanna og hljómsveita sem þegar hefur verið staðfest að komi fram á Sónar Reykjavík 2016 eru; Boys Noise (DE), Hudson Mohawke (UK), Angel Haze (US), Squarepusher (UK), Holly Herndon (US), Ellen Allien (DE), Floating Points (UK), Oneothrix Point Never (US), Ben UFO (UK), Lone (UK), Black Madonna (US), Rødhåd (DE), Recondite (DE), AV AV AV (DK), Eloq (DK), Páll Óskar, Kiasmos, Úlfur Úlfur, Apparat Organ Quartet, Bjarki, President Bongo & Emotional Carpenters, Intr0beatz, Sturla Atlas og Vaginaboys. Lokadagskrá hátíðarinnar verður kynnt í byrjun janúar.
Sónar Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira