Kári Stefánsson útskýrir af hverju sumir dökkhærðir fá rautt skegg Kjartan Atli Kjartansson skrifar 2. desember 2015 07:00 Kári Stefánsson fer yfir skeggvöxt og hárlit. Ég er ekki í þessum hópi, hópi þessara tísku stráka. Þegar maður býr á Íslandi lætur maður sér vaxa skegg ef Guð leyfir,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um skeggtískuna sem tröllríður nú öllu. Blaðamaður sló á þráðinn til Kára, til þess að fá úr því skorið hvers vegna sumir karlmenn, sem kannski eru dökkhærðir, eru með rautt skegg. Að sjálfsögðu var Kári með svör á reiðum höndum.Stökkbreyting erfðavísis Þegar Kári útskýrir hárlit fer hann strax í fagmál. „Þetta er stökkbreyting í afkvæmum erfðavísis sem býr til viðtæki fyrir melanocortin. Þessi stökkbreyting leiðir til þess að sumir fá rautt hár og verða viðkvæmir fyrir sólarljósi. Tjáningarmyndin á þessari stökkbreytingu getur verið mismunandi,“ segir Kári og heldur áfram: „Sumir verða algjörlega rauðhærðir á meðan aðrir fá kannski bara rauðan lokk í skeggið, eins og til dæmis ég. Þrátt fyrir að ég hafi verið með tiltölulega dökkt hár.“ Kári segir stökkbreytinguna vera misjafnlega sterka, „Tjáningarmyndin er ekki eins fullkomin, sumt fólk verður algjörlega rauðhært og þá viðkvæmara fyrir sólarljósi.“Xabi Alonso er spænskur og er með tiltölulega dökkt hár en rautt skegg. Hann ætti að forðast sólarljósið, að sögn Kára.Eykur líkur á sortuæxlum Einn fylgifiskur þessarar stökkbreytingar er víðsjárverður. „Þegar þessi stökkbreyting finnst í fólki suðurfrá, eins og á Spáni, eykur hún mjög mikið líkurnar á sortuæxlum. En til þess að sortuæxlin eigi sér stað verða menn að vera fyrir miklu sólarljósi,“ segir Kári. Hann segir stökkbreytinguna finnast í sex prósentum Spánverja, sautján prósent Svía en tuttugu og sex prósent Íslendinga. „Á Íslandi hefur þessi stökkbreyting engin áhrif á tíðni sortuæxla. Hún þrefaldar tíðnina á Spáni og tvöfaldar hana í Svíþjóð. Þannig að hversu mikil áhrif hún hefur á hættuna á sortuæxlum, markast af því hvað menn verða fyrir miklu sólarljósi. Eins og þú veist kæri samlandi,“ segir Kári í góðlátlegum tóni við blaðamann og heldur áfram: „Þá getur maður flúið sólarljósið hér á landi, ef maður er viðkvæmur fyrir því.“James Harden er með eitt þekktasta skegg veraldar.Skeggtískan og Kári Kári gefur lítið fyrir þá sem safna skeggi í tískuskyni og segist alls ekki elta nýjustu strauma í tískunni. „Þessi skeggítska þetta er bara afturhvarf til hins gamla tíma. Það voru allir með skegg hér þegar land byggðist og þeir sem voru ekki með skegg voru hæddir fyrir það. Ég hef verið með skegg síðan ég var í vöggu. Ég hef bara alltaf verið með skegg.“ Þegar hann er spurður hvort hann noti hluti eins og skeggolíu, sem er vinsæl hjá skeggjuðum karlmönnum hussar Kári. „Ég veit ekki einu sinni hvað skeggolía er.“ Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Ég er ekki í þessum hópi, hópi þessara tísku stráka. Þegar maður býr á Íslandi lætur maður sér vaxa skegg ef Guð leyfir,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um skeggtískuna sem tröllríður nú öllu. Blaðamaður sló á þráðinn til Kára, til þess að fá úr því skorið hvers vegna sumir karlmenn, sem kannski eru dökkhærðir, eru með rautt skegg. Að sjálfsögðu var Kári með svör á reiðum höndum.Stökkbreyting erfðavísis Þegar Kári útskýrir hárlit fer hann strax í fagmál. „Þetta er stökkbreyting í afkvæmum erfðavísis sem býr til viðtæki fyrir melanocortin. Þessi stökkbreyting leiðir til þess að sumir fá rautt hár og verða viðkvæmir fyrir sólarljósi. Tjáningarmyndin á þessari stökkbreytingu getur verið mismunandi,“ segir Kári og heldur áfram: „Sumir verða algjörlega rauðhærðir á meðan aðrir fá kannski bara rauðan lokk í skeggið, eins og til dæmis ég. Þrátt fyrir að ég hafi verið með tiltölulega dökkt hár.“ Kári segir stökkbreytinguna vera misjafnlega sterka, „Tjáningarmyndin er ekki eins fullkomin, sumt fólk verður algjörlega rauðhært og þá viðkvæmara fyrir sólarljósi.“Xabi Alonso er spænskur og er með tiltölulega dökkt hár en rautt skegg. Hann ætti að forðast sólarljósið, að sögn Kára.Eykur líkur á sortuæxlum Einn fylgifiskur þessarar stökkbreytingar er víðsjárverður. „Þegar þessi stökkbreyting finnst í fólki suðurfrá, eins og á Spáni, eykur hún mjög mikið líkurnar á sortuæxlum. En til þess að sortuæxlin eigi sér stað verða menn að vera fyrir miklu sólarljósi,“ segir Kári. Hann segir stökkbreytinguna finnast í sex prósentum Spánverja, sautján prósent Svía en tuttugu og sex prósent Íslendinga. „Á Íslandi hefur þessi stökkbreyting engin áhrif á tíðni sortuæxla. Hún þrefaldar tíðnina á Spáni og tvöfaldar hana í Svíþjóð. Þannig að hversu mikil áhrif hún hefur á hættuna á sortuæxlum, markast af því hvað menn verða fyrir miklu sólarljósi. Eins og þú veist kæri samlandi,“ segir Kári í góðlátlegum tóni við blaðamann og heldur áfram: „Þá getur maður flúið sólarljósið hér á landi, ef maður er viðkvæmur fyrir því.“James Harden er með eitt þekktasta skegg veraldar.Skeggtískan og Kári Kári gefur lítið fyrir þá sem safna skeggi í tískuskyni og segist alls ekki elta nýjustu strauma í tískunni. „Þessi skeggítska þetta er bara afturhvarf til hins gamla tíma. Það voru allir með skegg hér þegar land byggðist og þeir sem voru ekki með skegg voru hæddir fyrir það. Ég hef verið með skegg síðan ég var í vöggu. Ég hef bara alltaf verið með skegg.“ Þegar hann er spurður hvort hann noti hluti eins og skeggolíu, sem er vinsæl hjá skeggjuðum karlmönnum hussar Kári. „Ég veit ekki einu sinni hvað skeggolía er.“
Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira