Menning

Gísli Marteinn stefnir að því að flytja nakta nemann í sjónvarpssal

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Gísli Marteinn vill hafa Almar hjá sér í Efstaleiti næsta föstudagskvöld.
Gísli Marteinn vill hafa Almar hjá sér í Efstaleiti næsta föstudagskvöld.
Áform eru uppi um að Almar Atlason, einnig þekktur sem „Maðurinn í kassanum“, muni verja hluta næsta föstudagskvölds í myndveri í Efstaleiti. Nú fyrir skemmstu ræddi sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson við hann um að vera gestur í þætti hans, Vikan með Gísla Marteini, og virtist Almar taka vel í það.

„Úlfur Grönvold yrði annar þeirra sem kæmu til að sækja þig. Hinn er Egill Eðvarðsson. Þeir eru báðir myndlistarmenntaðir,“ heyrist Gísli Marteinn segja við Almar sem kinkar þá kolli. Sjónvarpsmaðurinn nefnir það einnig að það ætti að vera hægt að koma því í kring að halda vefstreyminu áfram á meðan flutningnum í Efstaleitið stæði. Ef allt gengi eftir ætti þessi svaðilför ekki að taka meir en tvær klukkustundir.

„Við stelum honum í tvo tíma og hann verður í stúdíóinu. Á leiðinni upp eftir yrði sama sjónarhornið og hér og hann yrði þar í hálftíma áður en þátturinn færi í loftið. Svo að þætti loknum myndum rúlla honum aftur hingað,“ segir Gísli.

Almar er 23 ára myndlistarnemi á fyrsta ári en hann ætlar að dvelja heila viku í glerkassanum. Meðan hann er í kassanum mun hann ekki mæla orð en getur þó haft samskipti við fólk með bendingum, hreyfingum og með því að skrifa á miða. Gestir og gangandi geta litið við og kíkt á hann en að auki er hægt að fylgjast með útsendingu á vefnum allan sólarhringinn.


Tengdar fréttir

Kallinn í kassanum sagður vera sóði

Almar Atlason, 23 ára myndlistarnemi, ætlar næstu vikuna að dvelja inni í glerkassa í Listaháskólanum en gríðarleg umræða hefur skapast um þennan gjörning á Twitter.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×