„Kaþólska kirkjan bara núll og nix" Una Sighvatsdóttir skrifar 6. desember 2015 10:00 Maðurinn sem rauf þögnina um ofbeldi gagnvart börnum innan kaþólsku kirkjunnar á Íslandi segist loksins finna frið í hjartanu, eftir að Alþingi samþykkti frumvarp um sanngirnisbætur þeim til handa. Ísleifur Friðriksson var sá sem fyrstur manna tjáði sig um ofbeldisverk séra Georgs og Margrétar Müller í Landakotsskóla. Það gerði hann með nafnlausu viðtali í Fréttatímanum árið 2011. Í kjölfarið stigu fleiri fram og greindu frá ofbeldisverkum „Þetta er náttúrulega búin að vera rússíbanareið upp og niður hjá okkur, þessum krökkum. Við erum búin að hafa það mismunandi slæmt, og aðallega slæmt, lengi," segir Ísleifur. „Það eina sem ég fór fram á var bara að kaþólska kirkjan á Íslandi axlaði sína ábyrgð og faðmaði okkur, þessa krakka, og bæði okkur fyrirgefningar." Viðurkenning á ofbeldinu Svo fór að skipuð var rannsóknarnefnd sem gaf út viðamikla skýrslu 2012 með þeirri niðurstöðu að kaþólska kirkjan hafi reynt að þagga niður upplýsingar um ofbeldi í Landakotsskóla. Frumvarp sem samþykkt var á Alþingi nú í vikulok þýðir að lög um vistheimilisnefnd ná nú einnig yfir þolendur ofbeldis í Landakotsskóla, og að þau muni fá greiddar sanngirnisbætur. Guðrún Ögmundsdóttir, formaður Vistheimilanefndar, segist að samstaða Alþingis um að samþykkja lagafrumvarpið sé þolendunum mikilvæg. „Ég held að það skipti mjög miklu máli að fá þessa viðurkenningu á því ofbeldi sem þetta fólk varð fyrir. Það er beðist afsökunar með þessu, því þetta fellur undir það sama, og ég vona svo sannarlega að fólk geti gengið beint í baki þegar þessu er lokið." Guðrún mun nú taka viðtöl við alla þá þolendur sem gefa sig fram til þess að ákvarða bæturnar. Stefnt er að því að sú vinna hefjist í mars.Kirkjan búin að sýna sitt rétta andlit Kaþólska kirkjan hefur aldrei viðurkennt bótaskyldu vegna þess andlega og kynferðislega ofbeldis sem börn í Landakotsskóla urðu fyrir, né heldur beðist afsökunar á brotunum. Með sanngirnisbótunum er íslenska ríkið því að gera það sem kirkjan gerði aldrei. Árið 2013 fékk Ísleifur sendar 170 þúsund krónur frá Kaþólsku kirkjunni, sem skýrðar voru sem „frjálst framlag" kirkjunnar til hans og ítrekað að því fylgdi engin viðurkenning á brotinu. Ísleifur skilaði eingreiðslunni, enda segir hann málið aldrei hafa snúist um peninga. Fimm árum eftir að hann steig fyrstur fram segist Ísleifur hinsvegar loksins hafa fengið frið í sálina vegna málsins þegar Ögmundur Jónasson hringdi í hann í vikunni til að láta hann vita að frumvarpið um sanngirnisbætur hefði verið samþykkt. „Fyrir mér er kaþólska kirkjan bara núll og nix". Hún er búin að sýna sitt rétta andlit gagnvart okkur og ég veit að hún mun aldrei gera eitt eða neitt. En ég verð bara að segja það, að meða alla mína reiði fram að þessum degi þá líður mér einhvern veginn miklu léttar. Það bara breyttist eitthvað við þetta símtal frá honum Ögmundi, mér finnst bara allt miklu léttara núna og bjartara. Og ég bara vona það að hinum krökkunum líði eins og mér." Tengdar fréttir Þverpólitísk samstaða um sanngirnisbætur Þverpólitísk samstaða er um að ríkið greiði þolendum ofbeldis af hálfu starfsmanna Landakotsskóla sanngirnisbætur. 27. febrúar 2015 07:15 Fyrrum nemendur í Landakotsskóla geti fengið sanngirnisbætur Sex þingmenn úr öllum stjórnmálaflokkum á Alþingi hafa lagt fram frumvarp um breytingu á lögum sem snúast um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum og heimilum á vegum hins opinbera. 26. febrúar 2015 17:46 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Maðurinn sem rauf þögnina um ofbeldi gagnvart börnum innan kaþólsku kirkjunnar á Íslandi segist loksins finna frið í hjartanu, eftir að Alþingi samþykkti frumvarp um sanngirnisbætur þeim til handa. Ísleifur Friðriksson var sá sem fyrstur manna tjáði sig um ofbeldisverk séra Georgs og Margrétar Müller í Landakotsskóla. Það gerði hann með nafnlausu viðtali í Fréttatímanum árið 2011. Í kjölfarið stigu fleiri fram og greindu frá ofbeldisverkum „Þetta er náttúrulega búin að vera rússíbanareið upp og niður hjá okkur, þessum krökkum. Við erum búin að hafa það mismunandi slæmt, og aðallega slæmt, lengi," segir Ísleifur. „Það eina sem ég fór fram á var bara að kaþólska kirkjan á Íslandi axlaði sína ábyrgð og faðmaði okkur, þessa krakka, og bæði okkur fyrirgefningar." Viðurkenning á ofbeldinu Svo fór að skipuð var rannsóknarnefnd sem gaf út viðamikla skýrslu 2012 með þeirri niðurstöðu að kaþólska kirkjan hafi reynt að þagga niður upplýsingar um ofbeldi í Landakotsskóla. Frumvarp sem samþykkt var á Alþingi nú í vikulok þýðir að lög um vistheimilisnefnd ná nú einnig yfir þolendur ofbeldis í Landakotsskóla, og að þau muni fá greiddar sanngirnisbætur. Guðrún Ögmundsdóttir, formaður Vistheimilanefndar, segist að samstaða Alþingis um að samþykkja lagafrumvarpið sé þolendunum mikilvæg. „Ég held að það skipti mjög miklu máli að fá þessa viðurkenningu á því ofbeldi sem þetta fólk varð fyrir. Það er beðist afsökunar með þessu, því þetta fellur undir það sama, og ég vona svo sannarlega að fólk geti gengið beint í baki þegar þessu er lokið." Guðrún mun nú taka viðtöl við alla þá þolendur sem gefa sig fram til þess að ákvarða bæturnar. Stefnt er að því að sú vinna hefjist í mars.Kirkjan búin að sýna sitt rétta andlit Kaþólska kirkjan hefur aldrei viðurkennt bótaskyldu vegna þess andlega og kynferðislega ofbeldis sem börn í Landakotsskóla urðu fyrir, né heldur beðist afsökunar á brotunum. Með sanngirnisbótunum er íslenska ríkið því að gera það sem kirkjan gerði aldrei. Árið 2013 fékk Ísleifur sendar 170 þúsund krónur frá Kaþólsku kirkjunni, sem skýrðar voru sem „frjálst framlag" kirkjunnar til hans og ítrekað að því fylgdi engin viðurkenning á brotinu. Ísleifur skilaði eingreiðslunni, enda segir hann málið aldrei hafa snúist um peninga. Fimm árum eftir að hann steig fyrstur fram segist Ísleifur hinsvegar loksins hafa fengið frið í sálina vegna málsins þegar Ögmundur Jónasson hringdi í hann í vikunni til að láta hann vita að frumvarpið um sanngirnisbætur hefði verið samþykkt. „Fyrir mér er kaþólska kirkjan bara núll og nix". Hún er búin að sýna sitt rétta andlit gagnvart okkur og ég veit að hún mun aldrei gera eitt eða neitt. En ég verð bara að segja það, að meða alla mína reiði fram að þessum degi þá líður mér einhvern veginn miklu léttar. Það bara breyttist eitthvað við þetta símtal frá honum Ögmundi, mér finnst bara allt miklu léttara núna og bjartara. Og ég bara vona það að hinum krökkunum líði eins og mér."
Tengdar fréttir Þverpólitísk samstaða um sanngirnisbætur Þverpólitísk samstaða er um að ríkið greiði þolendum ofbeldis af hálfu starfsmanna Landakotsskóla sanngirnisbætur. 27. febrúar 2015 07:15 Fyrrum nemendur í Landakotsskóla geti fengið sanngirnisbætur Sex þingmenn úr öllum stjórnmálaflokkum á Alþingi hafa lagt fram frumvarp um breytingu á lögum sem snúast um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum og heimilum á vegum hins opinbera. 26. febrúar 2015 17:46 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Þverpólitísk samstaða um sanngirnisbætur Þverpólitísk samstaða er um að ríkið greiði þolendum ofbeldis af hálfu starfsmanna Landakotsskóla sanngirnisbætur. 27. febrúar 2015 07:15
Fyrrum nemendur í Landakotsskóla geti fengið sanngirnisbætur Sex þingmenn úr öllum stjórnmálaflokkum á Alþingi hafa lagt fram frumvarp um breytingu á lögum sem snúast um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum og heimilum á vegum hins opinbera. 26. febrúar 2015 17:46