Innlent

Rúmlega 80 milljónir króna söfnuðust fyrir uppbyggingu Hlaðgerðarkots

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Enn er hægt að styrkja söfnun Samhjálpar.
Enn er hægt að styrkja söfnun Samhjálpar. vísir/gva
Rúmlega 80 milljónir söfnuðust í landssöfnun Samhjálpar í gærkvöldi en sérstakur söfnunarþáttur var í beinni útsendingu á Stöð 2.

Guðmundur Sigurbergsson, fjármála-og rekstrarstjóri Samhjálpar, segir samtökin afskaplega þakklát fyrir stuðninginn en söfnunarféð verður notað til að uppbyggingar meðferðarheimilis í Hlaðgerðarkoti.

 

Að sögn Guðmundar er stefnt að því að framkvæmdir hefjist næsta vor og að þeim verði lokið innan tveggja ára. Enn á þó eftir að ganga frá endanlegri hönnun húsnæðisins svo heildarkostnaður liggur ekki fyrir.

Enn er hægt að styrkja söfnunina en allar upplýsingar um hana má nálgast á heimasíðunni samhjalp.is.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×