Fyrrverandi landsliðsmaður í golfi: „Ég keyrði mig áfram á dópi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. nóvember 2015 21:32 Sigurþór Jónsson, fyrrverandi landsliðsmaður í golfi, var á Hlaðgerðarkoti í sex mánuði þar sem hann tókst á við áfengis-og vímuefnafíkn sína. Hann sagði sögu sína í sérstökum þætti á Stöð 2 vegna landssöfnunar Samhjálpar sem nú stendur yfir. Verið er að safna fyrir endurbyggingu Hlaðgerðarkots. Um 60-70 manns sækja meðferð þar á ári hverju en þörfin er mikil fyrir því að taka á móti fleirum. Sigurþór barðist um langt skeið við áfengis-og áfengisvímuefnafíkn en hann byrjaði að drekka þegar hann var 14-15 ára gamall. „Uppeldi mitt var gott að mörgu leyti en ég var alltaf að glíma við samþykkið. Mér fannst ég ekki samþykkur. Mamma mín er yndisleg kona og fósturpabbi minn yndislegur maður nema þegar hann drakk áfengi, þá breyttist hann í andstæðu sína og var hræddur, lítið barn.“Fúnkerandi alkóhólisti í nokkur ár Hann byrjaði að djamma meira og meira og fór í sína fyrstu meðferð 18 ára en féll mánuði eftir að hann kom úr henni. „Þar prófaði ég í fyrsta skipti kókaín sem varð svona mitt efni og þar hófst mín barátta,“ segir Sigurþór. Hann segir kókaínið hafa leitt sig í undirheima Reykjavíkur, hann byrjaði að selja eiturlyf til að eiga fyrir neyslunni en lifði í raun tvöföldu lífi. Hann var landsliðsmaður í golfi og vann sína vinnu en drakk og dópaði um helgar. Þegar hann var 22 ára fékk hann svo algjört ógeð á eiturlyfjum og náði að halda því þannig í tvö ár en svo breyttist hugarfarið á ný. „Þarna kynnist ég svo konu sem ég var með í nokkur ár og ég var fúnkerandi alkóhólisti vil ég meina. Ég fékk annað tækifæri og komst í A-landslið karla í golfi og þá hélt ég mér þokkalega á mottunni í nokkur ár.“Þrettán meðferðir á þremur árum En það urðu vatnaskil þegar pabbi Sigurþórs dó árið 2010. Sigurþór var einkasonur hans og fékk arf sem hann segist hafa verið fljótur að eyða. „Þá brotnar allt sem brotnað getur. [...] Ég fer á algjört flug. Ég gef skít í allt sem mér er annt um. Á þessum tíma var ég í góðri vinnu, var með frábæra íbúð í Garðabænum, átti flottan bíl og var í deitmenningunni hérna á Íslandi. [...] Ég fór að taka djammið og tjúttið alltof hart,“ segir Sigurþór. Hann fór í þrettán meðferðir á árunum 2010 til 2013 en féll alltaf aftur. Síðustu þrjá mánuðina sem hann var í neyslu bjó hann á götunni. „Ég bjó ekki einu sinni í gistiskýlum, ég var ekki einu sinni sofandi. Ég er vakandi allan tímann. Ég keyrði mig áfram á dópi, róandi lyfjum og áfengi.“Sigurgangan hófst á Hlaðgerðarkoti Sigurþór fór svo inn á Hlaðgerðarkot þann 7. ágúst 2013. Hann segir vendipunktinn vera mömmu sína en hann man sjálfur ekki eftir því að hafa hringt þangað. Hann telur að hún hafi gert það. „Þar byrjar mín sigurganga, gaman að segja frá. Þetta var virkilega erfið meðferð og hún var kannski erfið vegna þess að ég tók á mínum vandamálum þarna inni. Ég fékk þá hjálp sem ég þurfti.“ Í dag er Sigurþór á góðum stað í lífinu, með góða vinnu og trúlofaður en viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Allar upplýsingar um landssöfnun Samhjálpar má finna á vefsíðunni samhjalp.is og horfa má á beina útsendingu frá söfnunarþættinum hér. Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Sigurþór Jónsson, fyrrverandi landsliðsmaður í golfi, var á Hlaðgerðarkoti í sex mánuði þar sem hann tókst á við áfengis-og vímuefnafíkn sína. Hann sagði sögu sína í sérstökum þætti á Stöð 2 vegna landssöfnunar Samhjálpar sem nú stendur yfir. Verið er að safna fyrir endurbyggingu Hlaðgerðarkots. Um 60-70 manns sækja meðferð þar á ári hverju en þörfin er mikil fyrir því að taka á móti fleirum. Sigurþór barðist um langt skeið við áfengis-og áfengisvímuefnafíkn en hann byrjaði að drekka þegar hann var 14-15 ára gamall. „Uppeldi mitt var gott að mörgu leyti en ég var alltaf að glíma við samþykkið. Mér fannst ég ekki samþykkur. Mamma mín er yndisleg kona og fósturpabbi minn yndislegur maður nema þegar hann drakk áfengi, þá breyttist hann í andstæðu sína og var hræddur, lítið barn.“Fúnkerandi alkóhólisti í nokkur ár Hann byrjaði að djamma meira og meira og fór í sína fyrstu meðferð 18 ára en féll mánuði eftir að hann kom úr henni. „Þar prófaði ég í fyrsta skipti kókaín sem varð svona mitt efni og þar hófst mín barátta,“ segir Sigurþór. Hann segir kókaínið hafa leitt sig í undirheima Reykjavíkur, hann byrjaði að selja eiturlyf til að eiga fyrir neyslunni en lifði í raun tvöföldu lífi. Hann var landsliðsmaður í golfi og vann sína vinnu en drakk og dópaði um helgar. Þegar hann var 22 ára fékk hann svo algjört ógeð á eiturlyfjum og náði að halda því þannig í tvö ár en svo breyttist hugarfarið á ný. „Þarna kynnist ég svo konu sem ég var með í nokkur ár og ég var fúnkerandi alkóhólisti vil ég meina. Ég fékk annað tækifæri og komst í A-landslið karla í golfi og þá hélt ég mér þokkalega á mottunni í nokkur ár.“Þrettán meðferðir á þremur árum En það urðu vatnaskil þegar pabbi Sigurþórs dó árið 2010. Sigurþór var einkasonur hans og fékk arf sem hann segist hafa verið fljótur að eyða. „Þá brotnar allt sem brotnað getur. [...] Ég fer á algjört flug. Ég gef skít í allt sem mér er annt um. Á þessum tíma var ég í góðri vinnu, var með frábæra íbúð í Garðabænum, átti flottan bíl og var í deitmenningunni hérna á Íslandi. [...] Ég fór að taka djammið og tjúttið alltof hart,“ segir Sigurþór. Hann fór í þrettán meðferðir á árunum 2010 til 2013 en féll alltaf aftur. Síðustu þrjá mánuðina sem hann var í neyslu bjó hann á götunni. „Ég bjó ekki einu sinni í gistiskýlum, ég var ekki einu sinni sofandi. Ég er vakandi allan tímann. Ég keyrði mig áfram á dópi, róandi lyfjum og áfengi.“Sigurgangan hófst á Hlaðgerðarkoti Sigurþór fór svo inn á Hlaðgerðarkot þann 7. ágúst 2013. Hann segir vendipunktinn vera mömmu sína en hann man sjálfur ekki eftir því að hafa hringt þangað. Hann telur að hún hafi gert það. „Þar byrjar mín sigurganga, gaman að segja frá. Þetta var virkilega erfið meðferð og hún var kannski erfið vegna þess að ég tók á mínum vandamálum þarna inni. Ég fékk þá hjálp sem ég þurfti.“ Í dag er Sigurþór á góðum stað í lífinu, með góða vinnu og trúlofaður en viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Allar upplýsingar um landssöfnun Samhjálpar má finna á vefsíðunni samhjalp.is og horfa má á beina útsendingu frá söfnunarþættinum hér.
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira