Íslandslíkan verður á við tvo fótboltavelli Garðar Örn Úlfarsson skrifar 27. nóvember 2015 11:45 Ketill Már Björnsson við fyrstu prufu líkansins, sem er eftirmynd hluta Akrafjalls. Fréttablaðið/Vilhelm Ef áætlanir Ketils Más Björnssonar ganga eftir verður byggt risavaxið þrívíddarlíkan af Íslandi sem þekja mun gólfflöt á við tvo fótboltavelli. Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur falið bæjarstjóra sínum að hefja viðræður um staðsetningu þrívíddarlíkansins þar í bænum og hvernig leggja megi verkefninu lið. „Líkanið er úr frauðefni og er fræst út í tölvustýrðum fræsara eftir gögnum frá Landmælingum Íslands. Síðan er prentuð ljósmynd ofan á með þrívíddarprentara; litmynd af Íslandi í sumarlitunum prentuð ofan á landslagið,“ útskýrir Ketill sem átti hugmyndina að gerð og uppsetningu líkansins. Áformað er að því verði komið fyrir í um 15 þúsund fermetra húsi í Leirvogstungu í Mosfellsbæ. Íslandslíkanið á bæði að vera fræðandi og hafa afþreyingargildi. Aðgangseyrir verður miðaður við 15 evrur eða 2.300 krónur. Byggja á allt að 15 þúsund fermetra hús yfir líkanið. „Hægt verður að ganga um allt landið. Það verða svona fimmtán skref að labba inn Hvalfjörðinn,“ nefnir Ketill sem dæmi. „Þegar fólk kemur inn fær það leiðsögn í eyrað. Það getur valið sér tungumál og áhugasvið eftir því hvort það vill fræðast um sögu, jarðfræði, landafræði, dýralíf, gróðurfar eða annað. Það verða litlar flögur undir líkaninu sem nema hvar fólk er.“ Að sögn Ketils verður Íslandslíkanið það langstærsta sinnar tegundar í heiminum. Stærsta sambærilega líkanið hingað til sé eftirmynd af fylkinu British Columbia í Kanada sem sett hafi verið yfir 25 metra sundlaug. Það sé í skalanum 1:100.000, sem er 25 sinnum minna en Íslandslíkanið, sem verður í skalanum 1:4.000. Þannig að hver metri í líkaninu jafngildi fjórum kílómetrum í raunveruleikanum. Líkanið verður 130 sinnum 92 metrar sem jafngildir tveimur fótboltavöllum. Ketill segir að hann eigi upphaflegu hugmyndina en síðan hafi hann átt samstarf meðal annars við Landmælingar, Batteríið Arkitekta, PricewaterhouseCoopers, Nýsköpunarmiðstöðina og Jakob Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Promens og landsliðsmann í handbolta. Samningar við Iceland Travel Fund um fjármögnun séu á lokastigi. Stofnkostnaður sé um 2,5 milljarðar króna. „Það er sjóður í eigu lífeyrissjóða og Icelandair. Þeir eru að fjárfesta í öllum þessum stóru ferðaþjónustutengdu verkefnum,“ segir hann. Sem fyrr segir eru bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ jákvæð gagnvart uppsetningu Íslandslíkansins í bænum. „Með tilkomu aukins ferðamannastraums til Íslands hafa ferðaþjónustuaðilar kallað eftir fleiri valkostum í afþreyingu fyrir ferðamenn,“ segir í erindi PricewaterhouseCoopers til Mosfellsbæjar. „Áformað er að stærstur hluti framleiðslu líkansins fari fram á Íslandi en framkvæmdatími er áformaður um tvö og hálft ár. Sennilegur fjöldi ársstarfa við verkefnið, tímabundin og framtíðarstörf, er um fjörutíu,“ segir PwC. Unnið hafi verið að fjármögnun undanfarna mánuði. Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Ef áætlanir Ketils Más Björnssonar ganga eftir verður byggt risavaxið þrívíddarlíkan af Íslandi sem þekja mun gólfflöt á við tvo fótboltavelli. Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur falið bæjarstjóra sínum að hefja viðræður um staðsetningu þrívíddarlíkansins þar í bænum og hvernig leggja megi verkefninu lið. „Líkanið er úr frauðefni og er fræst út í tölvustýrðum fræsara eftir gögnum frá Landmælingum Íslands. Síðan er prentuð ljósmynd ofan á með þrívíddarprentara; litmynd af Íslandi í sumarlitunum prentuð ofan á landslagið,“ útskýrir Ketill sem átti hugmyndina að gerð og uppsetningu líkansins. Áformað er að því verði komið fyrir í um 15 þúsund fermetra húsi í Leirvogstungu í Mosfellsbæ. Íslandslíkanið á bæði að vera fræðandi og hafa afþreyingargildi. Aðgangseyrir verður miðaður við 15 evrur eða 2.300 krónur. Byggja á allt að 15 þúsund fermetra hús yfir líkanið. „Hægt verður að ganga um allt landið. Það verða svona fimmtán skref að labba inn Hvalfjörðinn,“ nefnir Ketill sem dæmi. „Þegar fólk kemur inn fær það leiðsögn í eyrað. Það getur valið sér tungumál og áhugasvið eftir því hvort það vill fræðast um sögu, jarðfræði, landafræði, dýralíf, gróðurfar eða annað. Það verða litlar flögur undir líkaninu sem nema hvar fólk er.“ Að sögn Ketils verður Íslandslíkanið það langstærsta sinnar tegundar í heiminum. Stærsta sambærilega líkanið hingað til sé eftirmynd af fylkinu British Columbia í Kanada sem sett hafi verið yfir 25 metra sundlaug. Það sé í skalanum 1:100.000, sem er 25 sinnum minna en Íslandslíkanið, sem verður í skalanum 1:4.000. Þannig að hver metri í líkaninu jafngildi fjórum kílómetrum í raunveruleikanum. Líkanið verður 130 sinnum 92 metrar sem jafngildir tveimur fótboltavöllum. Ketill segir að hann eigi upphaflegu hugmyndina en síðan hafi hann átt samstarf meðal annars við Landmælingar, Batteríið Arkitekta, PricewaterhouseCoopers, Nýsköpunarmiðstöðina og Jakob Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Promens og landsliðsmann í handbolta. Samningar við Iceland Travel Fund um fjármögnun séu á lokastigi. Stofnkostnaður sé um 2,5 milljarðar króna. „Það er sjóður í eigu lífeyrissjóða og Icelandair. Þeir eru að fjárfesta í öllum þessum stóru ferðaþjónustutengdu verkefnum,“ segir hann. Sem fyrr segir eru bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ jákvæð gagnvart uppsetningu Íslandslíkansins í bænum. „Með tilkomu aukins ferðamannastraums til Íslands hafa ferðaþjónustuaðilar kallað eftir fleiri valkostum í afþreyingu fyrir ferðamenn,“ segir í erindi PricewaterhouseCoopers til Mosfellsbæjar. „Áformað er að stærstur hluti framleiðslu líkansins fari fram á Íslandi en framkvæmdatími er áformaður um tvö og hálft ár. Sennilegur fjöldi ársstarfa við verkefnið, tímabundin og framtíðarstörf, er um fjörutíu,“ segir PwC. Unnið hafi verið að fjármögnun undanfarna mánuði.
Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira