Chris Martin tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn: „Ég er ánægður að vera á lífi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. nóvember 2015 13:30 Martin skildi við Paltrow á síðasta ári. vísir Chris Martin, söngvarinn í hljómsveitinni Coldplay, hefur nú í fyrsta sinn tjáð sig um skilnaðinn við fyrrverandi eiginkonu sína Gwyneth Paltrow. Parið gifti sig árið 2003 og tilkynnti síðan um skilnaðinn árið 2014. Þessi 38 ára Englendingur kom fram í áströlskum útvarpsþætti á dögunum og ræddi um skilnaðinn í fyrsta skipti en hann talaði meðal annars um það að hann væri þakklátur að vera á lífi. „Ég gekk í gegnum miklar breytingar,“ segir Martin og heldur áfram; „Ég komst að því með tímanum hvar ég fór útaf sporinu. Fyrir nokkrum árum var ég á mjög slæmum stað í lífinu og mjög þungur.“Martin segir að vinir hans hafi hjálpað honum mikið í gegnum ferlið. „Þeir kynntu mig fyrir bók sem heitir Man´s Search for Meaning eftir Viktor Frankl og ljóði sem heitir The Guest House eftir afganskt skáld sem heitir Rumi. Þetta kom mér af stað og núna er ég bara ótrúlega ánægður að vera á lífi. Þetta kann að hljóma einfalt en ég er einfaldlega bara ánægður að vera lifandi.“ Eins og áður segir tilkynntu þau Martin og Paltrow um skilnaðinn á síðasta ári. „Við höfðum verið að vinna lengi í sambandinu, bæði saman og í sitthvoru lagi. Við einfaldlega komumst að þeirri niðurstöðu að meðan okkur þykir vænt um hvort annað þá er betra að við séum í sitthvoru lagi.“ Saman eiga þau tvö börn, þau Apple, 11 ára, og Moses, níu ára. Sjöunda plata Coldplay kemur út í desember og mun hún bera nafnið Head Full Of Dreams. Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira
Chris Martin, söngvarinn í hljómsveitinni Coldplay, hefur nú í fyrsta sinn tjáð sig um skilnaðinn við fyrrverandi eiginkonu sína Gwyneth Paltrow. Parið gifti sig árið 2003 og tilkynnti síðan um skilnaðinn árið 2014. Þessi 38 ára Englendingur kom fram í áströlskum útvarpsþætti á dögunum og ræddi um skilnaðinn í fyrsta skipti en hann talaði meðal annars um það að hann væri þakklátur að vera á lífi. „Ég gekk í gegnum miklar breytingar,“ segir Martin og heldur áfram; „Ég komst að því með tímanum hvar ég fór útaf sporinu. Fyrir nokkrum árum var ég á mjög slæmum stað í lífinu og mjög þungur.“Martin segir að vinir hans hafi hjálpað honum mikið í gegnum ferlið. „Þeir kynntu mig fyrir bók sem heitir Man´s Search for Meaning eftir Viktor Frankl og ljóði sem heitir The Guest House eftir afganskt skáld sem heitir Rumi. Þetta kom mér af stað og núna er ég bara ótrúlega ánægður að vera á lífi. Þetta kann að hljóma einfalt en ég er einfaldlega bara ánægður að vera lifandi.“ Eins og áður segir tilkynntu þau Martin og Paltrow um skilnaðinn á síðasta ári. „Við höfðum verið að vinna lengi í sambandinu, bæði saman og í sitthvoru lagi. Við einfaldlega komumst að þeirri niðurstöðu að meðan okkur þykir vænt um hvort annað þá er betra að við séum í sitthvoru lagi.“ Saman eiga þau tvö börn, þau Apple, 11 ára, og Moses, níu ára. Sjöunda plata Coldplay kemur út í desember og mun hún bera nafnið Head Full Of Dreams.
Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira