Enski boltinn

Real Madrid gefst ekki upp á David De Gea

Tómas Þór Þórðarson skrifar
David De Gea vildi fara til Real í sumar.
David De Gea vildi fara til Real í sumar. vísir/getty
Real Madrid virðist staðráðið í að fá David De Gea, markvörð Manchester United, í sínar raðir, en það reyndi heldur betur að fá hann í sumar.

Real og United voru búin að komast að samkomulagi um kaupverð og allt var klappað og klárt en þá klikkaði faxtækið á síðustu stundu og Real náði ekki að ganga frá pappírunum.

Þess í stað skrifaði De Gea undir nýjan fjögurra ára samning við Manchester United með möguleika á að bæta við einu ári.

Real-menn eru þó ekki hættir, en samkvæmt frétt breska götublaðsins The Sun ætlar Real að borga 30 milljóna punda riftunarverð De Gea næsta sumar og ganga endanlega frá kaupum á honum.

Sjálfur segist De Gea vera ánægður hjá United: „Ég taldi það best á þeim tíma að semja aftur,“ sagði hann. „Ég er mjög ánægður hjá einu stærsta félagi heims þar sem stuðningsmennirnir elska mig.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×