Lífið

Vinsælir tístarar selja spjarirnar

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Á myndinni má sjá Rakel Sif, Eydísi P. Blöndal, Heiði Önnu, Sunnu Ben, Berglindi Pétursdóttur, Önnu Fríðu, Nönnu Hermannsdóttur og Hildi Kristínu, hluta úr hópi kvenna sem kynntust á Twitter. Á myndina vantar meðal annars Unu Hildardóttur í VG og Áslaugu Örnu úr Sjálfstæðisflokknum og því má sennilega búast við nokkrum pólítískum átökum á fatamarkaðnum.
Á myndinni má sjá Rakel Sif, Eydísi P. Blöndal, Heiði Önnu, Sunnu Ben, Berglindi Pétursdóttur, Önnu Fríðu, Nönnu Hermannsdóttur og Hildi Kristínu, hluta úr hópi kvenna sem kynntust á Twitter. Á myndina vantar meðal annars Unu Hildardóttur í VG og Áslaugu Örnu úr Sjálfstæðisflokknum og því má sennilega búast við nokkrum pólítískum átökum á fatamarkaðnum. Vísir/Ernir
„Hópurinn saman­stendur af 19 stelpum sem kynntust á Twitter. Ein í hópnum kvartaði yfir því á Twitter að vera aldrei boðið í matarboð og fannst hún vera að missa af miklu. Þetta vatt einhvern veginn upp á sig og allt í einu var ég búin að bjóða öllum heim til mín í mat,“ segir Berglind Pétursdóttir, betur þekkt sem Berglind Festival.

„Ég var stressuð eins og ég væri að fara á fyrsta stefnumót, hafði nefnilega eiginlega ekki hitt neina af þeim í raunheimum áður, allavega ekki heilsað þeim eða þannig,“ segir Berglind og hlær. 

„Fólk sem segir að maður eigi ekki að hitta fólk sem maður kynnist á netinu veit greinilega ekkert hvað það er að tala um. Við erum orðnar mjög góðar vinkonur og hittumst mánaðarlega allar saman og höldum matarboð eða partí.“

Berglind segir þetta fyrst og fremst góðan félagsskap og tengslanet. „Svo er gaman að hitta nýjan hóp af fólki sem er að hanga jafn mikið á netinu og maður sjálfur.“

Hugmyndin um fatamarkað kom til því Berglind er að fara til Englands í mastersnám

. „Ég ætla að selja allar mínar veraldlega eigur og fara þangað með bara nesti, nýja skó og tölvu. Svo það var tilvalið að kalla til allar þessar tískuskvísur,“ heldur Berglind áfram. Ásamt Berglindi er í hópnum að finna vinsæla tístara og jafnvel pólitíska andstæðinga á borð við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, nýkjörinn ritara Sjálfstæðisflokksins, og Unu Hildardóttur, nýkjörinn gjaldkera VG. Þá er í hópnum Steiney Skúladóttir Reykjavíkurdóttir og Hildur Ragnarsdóttir, eigandi Einveru, svo einhverjar séu nefndar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.