Enski boltinn

Carrick borinn af velli á Spáni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Carrick á börunum í gær.
Carrick á börunum í gær. vísir/getty
Michael Carrick, miðjumaður Manchester United og enska landsliðsins, yfirgaf Joce Rico leikvanginn á hægjum eftir tap Englands gegn Spáni í vináttulandsleik í Alicante í kvöld.

Enska miðjumanninum var skipt af velli í síðari hálfleik, en England tapaði 2-0. Mario Gaspar og Santi Cazorla tryggðu Spánverjum sigur, en bæði mörkin komu á síðustu átján mínútum leiksins.

Carrick var borinn af velli undir lok leiks og leit þetta ekki vel út, en hann hefur ekki verið heppinn með meiðsli í gegnum tíðina. Talið er að ökklinn sé nú til vandræða, en það þurfti börur til að koma Carrick af velli. Jonjo Shelvey leysti Carrick af hólmi.

Roy Hodgson, stjóri Englendinga, sagði eftir leikinn að meiðslin litu ekki vel út og Carrick mun fara í skanna í dag og athuga hvort að liðbönd í ökkla hafi skaddast.

England tapaði sínum fyrsta leik í lengri tíma í kvöld, en liðið tapaði ekki neinum einasta leik í undankeppni Evrópumótsins. Þar endaði liðið með fullt hús stiga eða 30 stig talsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×