Enski boltinn

Rússnesk sjónvarpsstöð segir Witsel á leið til City í janúar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Verða Witsel og Kompany einnig liðsfélagar hjá Manchester City?
Verða Witsel og Kompany einnig liðsfélagar hjá Manchester City? vísir/getty
Rússnesk sjónvarpsstöð fullyrðir að Axel Witsel, Belginn í herbúðum Zenit frá Pétursborg, hafi samþykkt að ganga í raðir Manchester City. Hann hefur mikið verið orðaður við liðið undanfarin sumur.

Manchester City hefur ekki farið leynt með það að þeir hafa ólmir viljað klófesta hinn 26 ára miðjumann, en einhverjir héldu að koma Fabian Delph til City myndi fullnægja þeirra þörfum.

Svo virðist ekki vera og gæti því Witsel verið fimmti miðjumaðurinn á Etihad í janúar þegar glugginn opnar, en fyrir eru þeir Delph, Fernandinho, Yaya Toure og Fernando.

City á eitt laust pláss fyrir útlending í hópinn sinn, en reglur enska úrvalsdeildirnar segja til að það þurfi að vera ákveðið magn af heimamönnum og enskum leikmönnum.

Zenit er sagt vilja fá 18 milljónir punda fyrir Belgann, en hann er sagður einn launahæsti leikmaður rússnesku úrvalsdeildarinnar á eftir samherja sínum, Hulk.

Witsel er 26 ára og leikur sem miðjumaður. Hann er uppalinn hjá Standard Liege í Belgíu og þaðan lá leið hans til Benfica. Hann var svo keyptur á 40 milljónir evra til Zenit.

Rússnesku meistararnir hafa nú þegar tryggt sig áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar og það væri mikill skellur fyrir þá að missa einn sinn besta leikmenn. Andre-Villas Boas þjálfar lið Zenit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×