Enski boltinn

Lambert tekur við Blackburn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Blackburn hefur fundið nýjan stjóra eftir að Gary Bowyer var sagt upp störfum fyrr í vikunni. Paul Lambert, fyrrum stjóri Aston Villa, var í dag ráðinn til félagsins.

Lambert er 46 ára Skoti sem stýrði Villa í þrjú ár áður en hann var rekinn í febrúar síðastliðinn. Hann hafði þar áður stýrt Norwich með góðum árangri.

Blackburn hefur farið illa af stað í ensku B-deildinni en liðið er í sextánda sæti. Bowyer var rekinn eftir 1-1 jafntefli gegn Brentford á laugardaginn en liðið hefur aðeins unnið þrjá leiki í haust.

Lambert er sjöundi stjórinn hjá Blackburn á jafn mörgum árum en liðið vonast nú til þess að ná stöðugleika á ný undir stjórn Lambert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×