Enski boltinn

Sánchez meiddist með Síle

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Alexis Sánchez er meiddur.
Alexis Sánchez er meiddur. vísir/getty
Arsenal gæti verið án Alexis Sánchez þegar liðið mætir West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi, en framerjinn magnaði meiddist með landsliði Síle.

Sánchez er mjög tæpur fyrir leik Síle gegn Úrúgvæ í undankeppni HM 2018 sem fram fer í kvöld vegna kálfameiðsla. Framherjinn varð fyrir meiðslunum í 1-1 jafntefli gegn Kólumbíu á fimmtudaginn.

Ef hann missir af leiknum í kvöld er óvíst hvort hann geti verið með um helgina, en hann á einnig eftir langt ferðalag til Lundúna frá Montevideo í Úrúgvæ.

Sanchéz hefur verið einn albesti leikmaður Arsenal á tímabilinu. Hann er búinn að skora tíu mörk í 20 leikjum fyrir Arsenal og landsliðið í vetur.

Arsenal er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 26 stig eftir tólf umferðir, jafn mörg stig og topplið Manchester City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×