Íslendingaliðin Cardiff City og Charlton Athletic töpuðu bæði 1-0 á útivelli í ensku b-deildinni í kvöld.
Íslensku landsliðsmennirnir Aron Einar Gunnarsson og Jóhann Berg Guðmundsson voru báðir í byrjunarliðinu hjá sínum liðum.
Cardiff City tapaði 1-0 á móti Leeds á Elland Road en það var Alex Mowatt sem skoraði sigurmark Leeds á 63. mínútu. Aron Einar spilaði allan leikinn fyrir Cardiff. Þetta var fyrsti sigur Leeds á heimavelli sínum síðan 5. mars.
Charlton tapaði 1-0 á útivelli á móti Milton Keynes Dons. Jóhann Berg Guðmundsson spilaði allan leikinn fyrir Charlton en hann fékk gula spjaldið áður en Dean Bowditch skoraði sigurmark Milton Keynes Dons á 29. mínútu leiksins.
Cardiff City er í 9. sæti nú þremur stigum frá sjötta sætinu sem gefur sæti í úrslitakeppninni um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni.
Charlton er aftur á móti í 23. og næstsíðasta sæti deildarinnar og útilitið er ekki alltof bjart í baráttunni fyrir sæti í deildinni á næstu leiktíð.
Svekkjandi eins marks tap hjá bæði Aroni og Jóhanni
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“
Íslenski boltinn




Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta
Íslenski boltinn

Rio setti nýtt Liverpool met
Enski boltinn

Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin
Enski boltinn

Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu
Íslenski boltinn

Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks
Enski boltinn
