Guðjón þjálfaði stjóra Gylfa Þórs: Hefur burði til að komast í fremstu röð Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. nóvember 2015 12:00 Alex Neil og Garry Monk lærðu báðir af Guðjóni Þórðarsyni. vísir/getty Tuttugu og þrjú ár eru síðan enskur knattspyrnustjóri gerði lið í ensku úrvalsdeildinni að meisturum. Howard Wilkinson vann þann stóra sem knattspyrnustjóri Leeds, ári áður en enska úrvalsdeildin var stofnuð. Englendingur hefur aldrei stýrt liði til sigurs í ensku úrvalsdeildinni, en það hafa tveir Skotar gert; Sir Alex Ferguson og Kenny Dalglish. Þessi krísa enskra knattspyrnustjóra var til umfjöllunar í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um síðustu helgi þar sem Guðjón Þórðarson segir krísuna eiga sér djúpar rætur. Guðjón þekkir vel til á Englandi eftir að stýra Stoke, Barnsley, Notts County og Crewe, en hann segir enska stjóra hafa setið eftir og verið lengur að tileinka sér nútímanálgun í þjálfun en kollegar þeirra á meginlandinu.Guðjón Þórðarson stýrði Notts County, Stoke, Crewe og Barnsley.vísir/tom loakesVerkefnið of stórt fyrir Moyes „Góðu tíðindin eru hins vegar þau að þetta er smám saman að breytast. Enskir þjálfarar eru að breyta sinni nálgun og stíga fastar til jarðar,“ segir Guðjón í viðtali við Orra Pál Ormarsson í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Stóru félögin vilja fá stjóra sem hafa reynslu af því að vinna titla en Englendingar sem hafa unnið eitthvað eru varla til. Manchester United og Liverpool tóku sénsinn á Skota (David Moyes) og Norður-Íra (Brendan Rodgers) sem höfðu gert góða hluti með minni lið. „Moyes náði ekki að stíga inn í þennan stóra heim Manchester United, verkefnið var honum einfaldlega ofvaxið. Rodgers átti ágæta spretti hjá Liverpool en á endanum varði hann ekki peningunum sem honum var ráðstafað nægilega skynsamlega,“ segir Guðjón.Garry Monk þjálfar Gylfa Þór Sigurðsson hjá Swansea.vísir/gettySvona Óla Þórðar týpa Þegar Guðjón var knattspyrnustjóri Barnsley frá 2003-2004 þjálfaði hann tvo englendinga; Garry Monk og Alex Neil. Þeir eru báðir knattspyrnustjórar í ensku úrvalsdeildinni í dag. Garry Monk var gerður að spilandi þjálfara Swansea í febrúar 2014 og lagði skóna á hilluna næsta sumar. Hann fékk tækifæri strax í úrvalsdeildinni en Neill kom Norwich upp úr B-deildinni í vor eftir að hefja þjálfaraferilinn hjá Hamilton Academical í Skotlandi. „Garry er lengra kominn, búinn að sanna sig í úrvalsdeildinni enda þótt nokkur pressa sé á honum núna. Það er mál manna úti að hann hafi burði til að komast í fremstu röð.“ segir Guðjón, en hann þjálfar vitaskuld Gylfa Þór Sigurðsson, landsliðsmann Íslands, og hefur miklar mætur á honum. Monk er ekki nema 36 ára gamall og Neill 34 ára. Guðjón hefur mikla trú á þeim báðum enda þekkir hann þá vel. „Alex þarf að vaxa inn í starfið og ég hef fulla trú á honum. Hann er ósérhlífinn og harðduglegur. Svona Óla Þórðar týpa. En það er ekki nóg að hafa hæfileikana, þessir strákar þurfa að hafa eitthvað á bak við sig líka,“ segir Guðjón Þórðarson. Enski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira
Tuttugu og þrjú ár eru síðan enskur knattspyrnustjóri gerði lið í ensku úrvalsdeildinni að meisturum. Howard Wilkinson vann þann stóra sem knattspyrnustjóri Leeds, ári áður en enska úrvalsdeildin var stofnuð. Englendingur hefur aldrei stýrt liði til sigurs í ensku úrvalsdeildinni, en það hafa tveir Skotar gert; Sir Alex Ferguson og Kenny Dalglish. Þessi krísa enskra knattspyrnustjóra var til umfjöllunar í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um síðustu helgi þar sem Guðjón Þórðarson segir krísuna eiga sér djúpar rætur. Guðjón þekkir vel til á Englandi eftir að stýra Stoke, Barnsley, Notts County og Crewe, en hann segir enska stjóra hafa setið eftir og verið lengur að tileinka sér nútímanálgun í þjálfun en kollegar þeirra á meginlandinu.Guðjón Þórðarson stýrði Notts County, Stoke, Crewe og Barnsley.vísir/tom loakesVerkefnið of stórt fyrir Moyes „Góðu tíðindin eru hins vegar þau að þetta er smám saman að breytast. Enskir þjálfarar eru að breyta sinni nálgun og stíga fastar til jarðar,“ segir Guðjón í viðtali við Orra Pál Ormarsson í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Stóru félögin vilja fá stjóra sem hafa reynslu af því að vinna titla en Englendingar sem hafa unnið eitthvað eru varla til. Manchester United og Liverpool tóku sénsinn á Skota (David Moyes) og Norður-Íra (Brendan Rodgers) sem höfðu gert góða hluti með minni lið. „Moyes náði ekki að stíga inn í þennan stóra heim Manchester United, verkefnið var honum einfaldlega ofvaxið. Rodgers átti ágæta spretti hjá Liverpool en á endanum varði hann ekki peningunum sem honum var ráðstafað nægilega skynsamlega,“ segir Guðjón.Garry Monk þjálfar Gylfa Þór Sigurðsson hjá Swansea.vísir/gettySvona Óla Þórðar týpa Þegar Guðjón var knattspyrnustjóri Barnsley frá 2003-2004 þjálfaði hann tvo englendinga; Garry Monk og Alex Neil. Þeir eru báðir knattspyrnustjórar í ensku úrvalsdeildinni í dag. Garry Monk var gerður að spilandi þjálfara Swansea í febrúar 2014 og lagði skóna á hilluna næsta sumar. Hann fékk tækifæri strax í úrvalsdeildinni en Neill kom Norwich upp úr B-deildinni í vor eftir að hefja þjálfaraferilinn hjá Hamilton Academical í Skotlandi. „Garry er lengra kominn, búinn að sanna sig í úrvalsdeildinni enda þótt nokkur pressa sé á honum núna. Það er mál manna úti að hann hafi burði til að komast í fremstu röð.“ segir Guðjón, en hann þjálfar vitaskuld Gylfa Þór Sigurðsson, landsliðsmann Íslands, og hefur miklar mætur á honum. Monk er ekki nema 36 ára gamall og Neill 34 ára. Guðjón hefur mikla trú á þeim báðum enda þekkir hann þá vel. „Alex þarf að vaxa inn í starfið og ég hef fulla trú á honum. Hann er ósérhlífinn og harðduglegur. Svona Óla Þórðar týpa. En það er ekki nóg að hafa hæfileikana, þessir strákar þurfa að hafa eitthvað á bak við sig líka,“ segir Guðjón Þórðarson.
Enski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira