„Snýst um að leiðrétta gríðarlegt óréttlæti“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 4. nóvember 2015 12:35 Heiða Kristín Helgadóttir. vísir/stefán Fimmtán þingmenn allra stjórnarandstöðuflokka á Alþingi hafa óskað eftir því að rannsókn fari fram á vinnuhælinu á Kleppjárnsreykjum og aðgerðum yfirvalda gegn samskiptum íslenskra stúlkna við erlenda hermenn í kjölfar hernámsins árið 1940. Starfsemin á Kleppjárnsreykjum hefur verið talsvert til umræðu undanfarið, meðal annars í tengslum við nýja heimildamynd sem fjallar um ungar íslenskar konur sem voru fordæmdar í dagblöðum og margar sendar á vinnuhælið fyrir að hafa haft samneyti við setulið Bandaríkjahers. Þingmennirnir leggja til að forsætisráðherra verði falið að setja vistheimilisnefnd erindisbréf þess efnis að nefndin kanni starfsemi vinnuhælisins á árunum 1942 til 1943. Þá vilja þeir að lögð verði áhersla á hvort mannréttindabrot hafi verið framin af hálfu íslenskra yfirvalda.Gríðarlegt óréttlæti „Samkvæmt þeim upplýsingum sem liggja fyrir voru allavega fjórtán stúlkur dæmdar í einhvers konar nauðungavist vegna samskipta við hermenn. Þetta snýst fyrst og fremst um það að leiðrétta það sem ég held að allir flutningsmenn séu sammála um að sé gríðarlegt óréttlæti og opna upp einhverja áratugagamla skömm sem þessar konur fá sannarlega að upplifa á sínum tíma og jafnvel enn þá," segir Heiða Kristín Helgadóttir þingmaður Bjartrar framtíðar og fyrsti flutningsmaður þingsláyktunartillögunnar. Hún segir að enn eimi af fordómum í garð þeirra kvenna sem voru viðfangsefni þessara rannsókna og jafnvel sætti frelsisviptingu í kjölfarið. Sumar þeirra séu enn á lífi og mikilvægt sé að þeim verði opinber afsökunarbeiðni.Skipulegustu persónunjósnir Íslandssögunnar „Í sjálfu sér var aldrei hægt að laga neitt svona sem gerðist fyrir mörgum áratugum síðan og það verður aldrei hægt að bæta upp fyrir það eða gefa þessum konum til baka þá sjálfsvirðingu sem þær eiga skilið eins og allir. En það er allavega eitthvað í því ferli að viðurkenna að það hafi verið brotið á manni, sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir þá sem verða fyrir því áfalli að vera brotnir með þessum hætti, sérstaklega svona skipulögðum hætti. Fræðimenn hafa orðað þetta sem svo að þetta hafi verið skipulegustu persónunjósnir sem framkvæmdar hafa verið hér." Þá sé mikilvægt að draga lærdóm af málinu. „Ég man alveg eftir þessari umræðu enn þá þegar ég var sjálf að læra í skóla þá var þetta bara orð sem manni var kennt sem einhvers konar hluta af sögunni; ástandsstúlkur og kanamellur. Eins og það væri bara allt í lagi," segir Heiða Kristín og bætir við að þetta sé henni hjartans mál. „Hver getur ekki orðið ástfanginn af einhverjum sem er ekki pólitískt rétt að maður sé ástfanginn af. Hjartað vill bara það sem hjartað vill."Þingsályktunartillöguna má lesa í heild hér. Alþingi Tengdar fréttir Leggja fram tillögu um rannsókn á Kleppjárnsreykjum Fimmtán þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna vilja rannsaka hvort íslensk yfirvöld hafi framið mannréttindabrot á tímum hernámsins. 3. nóvember 2015 23:34 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Fleiri fréttir Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Sjá meira
Fimmtán þingmenn allra stjórnarandstöðuflokka á Alþingi hafa óskað eftir því að rannsókn fari fram á vinnuhælinu á Kleppjárnsreykjum og aðgerðum yfirvalda gegn samskiptum íslenskra stúlkna við erlenda hermenn í kjölfar hernámsins árið 1940. Starfsemin á Kleppjárnsreykjum hefur verið talsvert til umræðu undanfarið, meðal annars í tengslum við nýja heimildamynd sem fjallar um ungar íslenskar konur sem voru fordæmdar í dagblöðum og margar sendar á vinnuhælið fyrir að hafa haft samneyti við setulið Bandaríkjahers. Þingmennirnir leggja til að forsætisráðherra verði falið að setja vistheimilisnefnd erindisbréf þess efnis að nefndin kanni starfsemi vinnuhælisins á árunum 1942 til 1943. Þá vilja þeir að lögð verði áhersla á hvort mannréttindabrot hafi verið framin af hálfu íslenskra yfirvalda.Gríðarlegt óréttlæti „Samkvæmt þeim upplýsingum sem liggja fyrir voru allavega fjórtán stúlkur dæmdar í einhvers konar nauðungavist vegna samskipta við hermenn. Þetta snýst fyrst og fremst um það að leiðrétta það sem ég held að allir flutningsmenn séu sammála um að sé gríðarlegt óréttlæti og opna upp einhverja áratugagamla skömm sem þessar konur fá sannarlega að upplifa á sínum tíma og jafnvel enn þá," segir Heiða Kristín Helgadóttir þingmaður Bjartrar framtíðar og fyrsti flutningsmaður þingsláyktunartillögunnar. Hún segir að enn eimi af fordómum í garð þeirra kvenna sem voru viðfangsefni þessara rannsókna og jafnvel sætti frelsisviptingu í kjölfarið. Sumar þeirra séu enn á lífi og mikilvægt sé að þeim verði opinber afsökunarbeiðni.Skipulegustu persónunjósnir Íslandssögunnar „Í sjálfu sér var aldrei hægt að laga neitt svona sem gerðist fyrir mörgum áratugum síðan og það verður aldrei hægt að bæta upp fyrir það eða gefa þessum konum til baka þá sjálfsvirðingu sem þær eiga skilið eins og allir. En það er allavega eitthvað í því ferli að viðurkenna að það hafi verið brotið á manni, sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir þá sem verða fyrir því áfalli að vera brotnir með þessum hætti, sérstaklega svona skipulögðum hætti. Fræðimenn hafa orðað þetta sem svo að þetta hafi verið skipulegustu persónunjósnir sem framkvæmdar hafa verið hér." Þá sé mikilvægt að draga lærdóm af málinu. „Ég man alveg eftir þessari umræðu enn þá þegar ég var sjálf að læra í skóla þá var þetta bara orð sem manni var kennt sem einhvers konar hluta af sögunni; ástandsstúlkur og kanamellur. Eins og það væri bara allt í lagi," segir Heiða Kristín og bætir við að þetta sé henni hjartans mál. „Hver getur ekki orðið ástfanginn af einhverjum sem er ekki pólitískt rétt að maður sé ástfanginn af. Hjartað vill bara það sem hjartað vill."Þingsályktunartillöguna má lesa í heild hér.
Alþingi Tengdar fréttir Leggja fram tillögu um rannsókn á Kleppjárnsreykjum Fimmtán þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna vilja rannsaka hvort íslensk yfirvöld hafi framið mannréttindabrot á tímum hernámsins. 3. nóvember 2015 23:34 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Fleiri fréttir Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Sjá meira
Leggja fram tillögu um rannsókn á Kleppjárnsreykjum Fimmtán þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna vilja rannsaka hvort íslensk yfirvöld hafi framið mannréttindabrot á tímum hernámsins. 3. nóvember 2015 23:34