Enski boltinn

Crystal Palace fyrst til að sigra Liverpool undir stjórn Klopp | Sjáðu mörkin

Scott Dann, miðvörðurinn Crystal Palace, skoraði sigurmark Crystal Palace í 2-1 sigri á Liverpool á Anfield í lokaleik 12. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar.

Crystal Palace komst yfir um miðbik fyrri hálfleiks með marki frá Yannick Bolasie eftir klaufagang í varnarlínu Liverpool en Philippe Coutinho jafnaði metin skömmu fyrir lok hálfleiksins með skoti af stuttu færi.

Liverpool fékk aragrúa af færum til þess að bæta við marki í seinni hálfleik en það voru gestirnir sem skoruðu eina mark seinni hálfleiksins.

Var þar að verki miðvörðurinn Dann er hann fylgdi eftir eigin skalla með því að skalla yfir liggjandi Simon Mignolet en Dann ólst upp í Liverpool og var stuðningsmaður liðsins á yngri árum.

Liverpool fékk færi til þess að jafna metin en náði ekki að koma boltanum framhjá Wayne Hennesey í marki Crystal Palace og lauk leiknum því með 2-1 sigri gestanna.

Þetta var fyrsta tap Liverpool undir stjórn hins þýska Jurgen Klopp en liðið var búið að vinna þrjá leiki í röð í öllum keppnum fram að leik dagsins.



Coutinho jafnar metin skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks: Dann kemur Crystal Palace aftur yfir:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×