Enski boltinn

Gibbs bjargaði stigi fyrir Arsenal í nágrannaslagnum | Sjáðu mörkin

Vinstri bakvörðurinn Kieran Gibbs skoraði jöfnunarmark Arsenal í 1-1 jafntefli gegn erkifjendunum í Tottenham í 12. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Arsenal kemst upp að hlið Manchester City með stiginu en missti af tækifæri til þess að ná tveggja stiga forskoti á Manchester City.

Harry Kane kom gestunum í Tottenham yfir á 32. mínútu með snyrtilegri afgreiðslu og tóku gestirnir forskotið inn í hálfleikinn.

Gibbs kom inná sem varamaður á 74. mínútu og tók það hann aðeins þrjár mínútur að skora jöfnunarmarkið. Skoraði hann með skoti af stuttu færi en hægt er að skrifa markið á Hugo Lloris sem hefði átt að gera betur enda skotið laflaust.

Arsenal var líklegra til þess að bæta við marki á lokamínútum leiksins en hvorugu liði tókst að bæta við marki og lauk leiknum með 1-1 jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×