Enski boltinn

Salford-drengirnir fá annað D-deildarlið í heimsókn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gary Neville og Nicky Butt fagna með markahetjunni Richie Allen eftir sigurinn á föstudag.
Gary Neville og Nicky Butt fagna með markahetjunni Richie Allen eftir sigurinn á föstudag. Vísir/Getty
Utandeildarliðið Salford City kom mörgum á óvart þegar liðið sló D-deildarlið Notts County úr leik í enska bikarnum á föstudagskvöld.

Augu margra hafa þó beinst fyrst og fremst að Salford þar sem að félagið er í eigu fimm fyrrverandi leikmanna Manchester United - þeirra Ryan Giggs, Paul Scholes, Nicky Butt, Gary Neville og Phil Neville.

Sjá einnig: Gulldrengir Manchester United keyptu utandeildarfélag

Í kvöld var dregið í aðra umferð bikarkeppninnar og mætir Salford liði Hartlepool, sem einnig leikur í ensku D-deildinni.

Eftir aðra umferð bikarkeppninnar hefst þátttaka úrvalsdeildarliðanna. Ef Salford tekst einnig að bera sigurorð af Hartlepool gæti því Salford fengið enn stærra verkefni í bikarnum snemma á nýju ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×