Sjá einnig: Svona fjarlægir þú skógarmítil
Ungviðið er um einn millimetri á lengd og heldur sig í gróðri, en þegar því vantar blóð krækir það sig við blóðgjafa. Lífshættir skógarmítils á Íslandi eru ókannaðir en flestir hafa fundist á mönnum.

Náttúrustofa Vestfjarða mælir með að eigendur katta og hunda leiti á dýrum sínum eftir mítlum og ef hann finnst þá er fólk beðið um að koma með hann til Náttúrustofunnar.
Þá er minnt á mikilvægi þess að fara að öllu með gát þegar mítillinn er fjarlægður, en það er best gert með því að klemma pinsettuodda um munnhluta mítilsins og lyfta honum beint upp frá húðinni. Forðast skal að snúa honum í sárinu.