Innlent

Nær 11% karla yfir 15 í meðferð

Óli Kristján Ármannsson skrifar
vísir/e.ól.
 Alls höfðu 23.580 einstaklingar leitað meðferðar vegna áfengis- og/eða vímuefnavanda hjá SÁÁ í árslok 2014 frá því að samtökin tóku til starfa 1977.

Í tölum sem SÁÁ birtu í gær kemur fram að hæst hlutfall þeirra sem leitað hafa meðferðar sé að finna meðal karla á sextugsaldri, eða 14,6 prósent. Þá kemur fram að af núlifandi Íslendingum yfir 15 ára aldri höfðu alls 7,6 prósent komið í meðferð til SÁÁ í lok árs 2014, 10,6 prósent karla og 4,5 prósent kvenna.

Af heildarfjölda þeirra sem komið höfðu í meðferð á þessum 38 árum hafði tæpur helmingur komið einu sinni, tæpur fimmtungur tvisvar og tæp tíu prósent þrisvar, eða 77,8 prósent hópsins. „Hins vegar hafa 699 núlifandi Íslendingar, 501 karl en 198 konur, komið oftar en 10 sinnum til meðferðar en það eru þrjú prósent alls sjúklingahópsins,“ segir á vef SÁÁ. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×