Innlent

Réðst á leigubílstjóra og flúði

Gissur Sigurðsson skrifar
Leigubílstjórinn þurfti að leita aðhlynningar á slysadeild. Mynd úr safni.
Leigubílstjórinn þurfti að leita aðhlynningar á slysadeild. Mynd úr safni. Vísir/Kolbeinn Tumi
Karlmaður réðst á leigubílstjóra á bílastæði Hreyfils við Grensásveg á örðum tímanum í nótt og veitti honum áverka. Þá braut hann gleraugu bílstjórans og vann spjöll á leigubílnum. 



Að því búnu hvarf hann af vettvangi, en vitað er hver maðurinn er og er hans leitað. Leigubílstjórinn þurfti að leita aðhlynningar á slysadeild, en er ekki alvarlega meiddur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×