Innlent

Tveggja ára barn gleypti e-töflur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Drengurinn gleypti pillurnar á sunnudegi í nóvember í fyrra.
Drengurinn gleypti pillurnar á sunnudegi í nóvember í fyrra. Vísir/Heiða
22 mánaða gamalt barn var hætt komið í nóvember í fyrra þegar það gleypti e-töflur. Töflurnar voru í eigu vinar föður drengsins en þeir feðgar voru í heimsókn hjá honum. Pillurnar lágu á glámbekk og uppgötvaði vinurinn að þær væru horfnar. Laug hann hins vegar til um að um e-töflur væri að ræða og sagði að um stinningarlyf væri að ræða.

Móðir drengsins, Ásta Þórðardóttir, greinir frá þessu í færslu á Facebook sem hún ritar til að vekja aðra foreldra til umhugsunar um hætturnar sem eru í umhverfi barna. Sömuleiðis sé þetta leið fyrir hana til að vinna úr atvikinu. Hún tekur fram að hún dæmi ekki barnsföður sinn og hafi aldrei kennt honum um það sem gerðist.

Um leið og upp komst að tæplega tveggja ára strákurinn hafði gleypt pillurnar brunaði faðirinn með barnið á bráðamóttöku. Í kjölfarið fékk Ásta símtal sem breytti kósýdegi í martröð. Læknar sögðu að drengnum ætti ekki að verða meint af stinningarlyfjum. Var ákveðið að hringja í vin föðurins til að ganga úr skugga um að hann væri að segja satt, sem hann hafði ekki gert. Um e-töflur var að ræða.

„Í kjölfarið fór allt á miljón og innan við 20 mín eftir að barnið tók töflurnar var búið að dæla upp úr honum tvisvar sinnum,“ segir Ásta. Hún hafi mætt niður á spítala eins fljótt og mögulegt var.

„Ég kem niður í Fossvog í mestu geðshræringu lífs míns, geng inn í herbergi þar sem hátt í 10 hvít klæddir sloppar grúfa yfir sjúkrarúmi. í þessu sjúkrarúmi situr sonur minn stjarfur af hræðslu og læknir sem reynir að troða ofan í hann kolum í gegnum sondu með stærstu sprautu sem ég hef á ævi minni séð. Á meðan er annar læknir að gefa barninu lyf í gegnum æðalegg sem mér er sagt eigi að koma í veg fyrir að hann muni eftir þessu.“

Ásta fékk drenginn sinn svo í fangið og grétu þau mæðginin saman.

„Eftir að lækninum hafði tekist að koma tveimur fullum sprautum af svörtum kolum ofaní barnið án þess að sonur minn kasti upp erum við flutt niður á Barnaspítala. Þar dettur allt í dúnalogn og loks fer ég að þekkja barnið mitt aftur,“ segir Ásta. Drengurinn þurfti að vera tengdur við hjartamonitor um nóttina og fara í nokkrar blóðprufur.

„Svo daginn eftir kemur sami læknir og hafði verið að kola-barnið og færir okkur þær fréttir að allt hefði komið vel út og barnið hefði í raun aldrei sýnt nein áhrifsmerki. Æluna hefi hann stiklað og reyndist hún jákvæð fyrir MDMA sem er virka efnið í E-töflum. Barnið mitt, 22. mánaða, hafði þá komist nær eiturlyfjum en ég hef á mínum 26 árum. Eftir viðtal við barnavernd fengum við loks að fara heim.“

Í kjölfar greinar sem ég rak augun í áðan um barn sem hafði komist í lyfja box og tekið inn róandi lyf hef ég ákveðið að...

Posted by Ásta Þórðardóttir on Wednesday, September 30, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×