Eldsvoðinn á Írabakka: Sá hvernig svartur reykurinn smaug í gegnum hurðina Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 1. október 2015 19:00 Lögregla telur líklegt að kveikt hafi verið í, í fjölbýlishúsi í Breiðholti í nótt, en eldur þar ógnaði lífi fjórtán manns. Íbúar segjast hafa verið mjög óttaslegnir en stigagangur hússins er afar illa farinn og ljóst að þar verður óíbúðarhæft á næstunni. Íbúar að Írabakka 16 vöknuðu upp við vondan draum á þriðja tímanum í nótt. Eldur hafði komið upp við geymslur í kjallara hússins og stigagangurinn fyllst af þykkum svörtum reyk. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út auk lögreglu og voru að störfum til klukkan fjögur í nótt. Reistur var stigi utan á húsið svo hægt væri að bjarga fjórtán manns niður að svölum íbúðanna og var viðbúnaður mikill eins og sést á þessum myndum sem teknar voru í nótt. Þá var maður á miðjum aldri fluttur með reykeitrun á Landspítalann þar sem hann dvaldi næturlangt. Ludwig Leo Ludwigsson, sonur mannsins, segist hafa haft miklar áhyggjur af föður sínum en fréttastofa náði tali af honum þar sem fjölskyldan var að pakka niður helstu nauðsynjum úr íbúðinni. „Ég vaknaði við að fólk öskraði að það væri kviknað í. Pabbi minn fer fram og opnar hurðina og krossbregður við að finna hitann og eldinn sem kom hérna inn. Manni bregður við þetta þar sem að faðir minn er lungnasjúklingur, þá hugsaði ég bara um að hann yrði í lagi, “ segir Ludwig. Strætisvagn var kallaður á vettvang þar sem fólkið komst í skjól og naut aðstoðar fólks frá rauða krossinum. Ekki verður hægt að búa í íbúðunum á næstunni. Ljóst er að mikið tjón hefur orðið, einkum af völdum sóts, og er mikið hreinsunarstarf framundan. Sigurlína Halldórsdóttir var með barnabörn sín í næturpössun þegar eldurinn kom upp. Hún var vakandi um nóttina þar sem hún hafði verið að þvo þvott. „Ég sé bara hvernig reykurinn var að smjúga inn um hurðina.sá Ég hljóp inn og vakti börnin eitt, tveir og þrír og bara í fötin og út á svalir,“ segir hún. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði og lögreglu eru sterkar vísbendingar um að um íkveikju hafi verið að ræða, en þó liggur enginn undir grun. Rannsókn málsins er nú í höndum lögreglu sem lítur það alvarlegum augum, enda hafi viðkomandi ógnað lífi og limum fólksins í húsinu. Sigurlína segist slegin yfir atburðum næturinnar. „Þetta var alveg rosalegt áfall. Ég hef aldrei lent í svona og guð forði því að fólk lendi í öðru eins. Maður bara hefur ekkert til að sofa í í nótt. Maður er bara að reyna að jafna sig og sjá hver verða næstu skref.“ Tengdar fréttir Einn á slysadeild eftir að eldur kviknaði í Írabakka Bjarga þurfti fjórtán manns af svölum blokkarinnar. 1. október 2015 06:44 Sterkar vísbendingar um íkveikju í Írabakka Rannsóknardeild lögreglu lítur málið mjög alvarlegum augum enda hafi viðkomandi ógnað lífi og limum fólksins í húsinu. 1. október 2015 12:15 Þurftu að slökkva eldinn með annarri hendi Rannsóknarnefnd samgönguslysa birti í dag skýrslu um eldinn sem kviknaði í Goðafossi í nóvember 2013. 1. október 2015 00:08 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Lögregla telur líklegt að kveikt hafi verið í, í fjölbýlishúsi í Breiðholti í nótt, en eldur þar ógnaði lífi fjórtán manns. Íbúar segjast hafa verið mjög óttaslegnir en stigagangur hússins er afar illa farinn og ljóst að þar verður óíbúðarhæft á næstunni. Íbúar að Írabakka 16 vöknuðu upp við vondan draum á þriðja tímanum í nótt. Eldur hafði komið upp við geymslur í kjallara hússins og stigagangurinn fyllst af þykkum svörtum reyk. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út auk lögreglu og voru að störfum til klukkan fjögur í nótt. Reistur var stigi utan á húsið svo hægt væri að bjarga fjórtán manns niður að svölum íbúðanna og var viðbúnaður mikill eins og sést á þessum myndum sem teknar voru í nótt. Þá var maður á miðjum aldri fluttur með reykeitrun á Landspítalann þar sem hann dvaldi næturlangt. Ludwig Leo Ludwigsson, sonur mannsins, segist hafa haft miklar áhyggjur af föður sínum en fréttastofa náði tali af honum þar sem fjölskyldan var að pakka niður helstu nauðsynjum úr íbúðinni. „Ég vaknaði við að fólk öskraði að það væri kviknað í. Pabbi minn fer fram og opnar hurðina og krossbregður við að finna hitann og eldinn sem kom hérna inn. Manni bregður við þetta þar sem að faðir minn er lungnasjúklingur, þá hugsaði ég bara um að hann yrði í lagi, “ segir Ludwig. Strætisvagn var kallaður á vettvang þar sem fólkið komst í skjól og naut aðstoðar fólks frá rauða krossinum. Ekki verður hægt að búa í íbúðunum á næstunni. Ljóst er að mikið tjón hefur orðið, einkum af völdum sóts, og er mikið hreinsunarstarf framundan. Sigurlína Halldórsdóttir var með barnabörn sín í næturpössun þegar eldurinn kom upp. Hún var vakandi um nóttina þar sem hún hafði verið að þvo þvott. „Ég sé bara hvernig reykurinn var að smjúga inn um hurðina.sá Ég hljóp inn og vakti börnin eitt, tveir og þrír og bara í fötin og út á svalir,“ segir hún. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði og lögreglu eru sterkar vísbendingar um að um íkveikju hafi verið að ræða, en þó liggur enginn undir grun. Rannsókn málsins er nú í höndum lögreglu sem lítur það alvarlegum augum, enda hafi viðkomandi ógnað lífi og limum fólksins í húsinu. Sigurlína segist slegin yfir atburðum næturinnar. „Þetta var alveg rosalegt áfall. Ég hef aldrei lent í svona og guð forði því að fólk lendi í öðru eins. Maður bara hefur ekkert til að sofa í í nótt. Maður er bara að reyna að jafna sig og sjá hver verða næstu skref.“
Tengdar fréttir Einn á slysadeild eftir að eldur kviknaði í Írabakka Bjarga þurfti fjórtán manns af svölum blokkarinnar. 1. október 2015 06:44 Sterkar vísbendingar um íkveikju í Írabakka Rannsóknardeild lögreglu lítur málið mjög alvarlegum augum enda hafi viðkomandi ógnað lífi og limum fólksins í húsinu. 1. október 2015 12:15 Þurftu að slökkva eldinn með annarri hendi Rannsóknarnefnd samgönguslysa birti í dag skýrslu um eldinn sem kviknaði í Goðafossi í nóvember 2013. 1. október 2015 00:08 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Einn á slysadeild eftir að eldur kviknaði í Írabakka Bjarga þurfti fjórtán manns af svölum blokkarinnar. 1. október 2015 06:44
Sterkar vísbendingar um íkveikju í Írabakka Rannsóknardeild lögreglu lítur málið mjög alvarlegum augum enda hafi viðkomandi ógnað lífi og limum fólksins í húsinu. 1. október 2015 12:15
Þurftu að slökkva eldinn með annarri hendi Rannsóknarnefnd samgönguslysa birti í dag skýrslu um eldinn sem kviknaði í Goðafossi í nóvember 2013. 1. október 2015 00:08