Hefur fulla trú á að Ólafur Ragnar aðhafist í máli al-Nimr Bjarki Ármannsson skrifar 5. október 2015 18:47 Frá fundi Hrafns og forseta á Bessastöðum í dag. Mynd/Jón Grétar Magnússon „Þetta snýst auðvitað um prinsipp en líka um að raddir allra skipta máli,“ segir Hrafn Jökulsson rithöfundur sem fundaði með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á Bessastöðum síðdegis í dag og afhenti honum áskorun um að beita sér í máli ungs manns sem bíður aftöku í Sádi-Arabíu. Nærri tvö þúsund manns höfðu í dag skrifað undir áskorunina á netinu þar sem biðlað er til forseta að koma á framfæri við ráðamenn í Sádi-Arabíu „andstyggð og hryggð“ vegna dauðadómsins yfir manninum og að biðja honum griða. „Forseti gaf sér góðan tíma til að ræða þetta mál og við áttum um klukkutíma langan fund,“ segir Hrafn. „Ég kom sjónarmiðum okkar sem eru að beita okkur í málinu áleiðis og lagði áherslu á að það mætti engan tíma missa. Þessi aftaka getur farið fram hvenær sem er.“Ali-al Nimr.VísirDæmdur til dauða sautján ára Ungi maðurinn sem bíður aftöku heitir Ali al-Nimr og var handtekinn í heimalandi sínu og dæmdur til dauða fyrir að mótmæla kúgun stjórnvalda árið 2012. Hann var þá aðeins sautján ára. Dómurinn hefur vakið athygli víða um heim og hafa þjóðarleiðtogar á borð við Francois Hollande Frakklandsforseta kallað eftir því að lífi hans verði þyrmt. Þá tók Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra undir með þeim á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku. Hrafn segir forseta hafa kynnt sér málið og að þeir hafi rætt það hvort og hvernig Ísland gæti beitt sér í því. Hrafn segist ekki endilega eiga von á að afskipti Íslendinga ráði úrslitum en sjálfra okkar vegna verði þjóðin að leggja lóð sín á vogarskálarnar í málum sem þessu. „Ég hef fulla trú á forseta okkar í þessu máli,“ segir hann. „Ég verð að vísa því til hans hvort og hvenær hann aðhefst í málinu en ég hef fulla trú á því að forseti verði við þessu ákalli. Sádi-Arabía, og refsikerfið þar, hefur allt of lengi verið stikkfrí á Vesturlöndum vegna olíu sem þaðan kemur.“Mál Ali al-Nimr rætt á Bessastöðum. Í dag fékk Ólafur Ragnar forseti afhenta áskorun frá um 2000 Íslendingum, sem biðja...Posted by Hrafn Jökulsson on 5. október 2015 Tengdar fréttir Vilja að Ólafur Ragnar komi til bjargar Ali al-Nimr Skorað á forsetann að nota sambönd sín við Sádi Arabíu til góðs. 30. september 2015 11:28 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
„Þetta snýst auðvitað um prinsipp en líka um að raddir allra skipta máli,“ segir Hrafn Jökulsson rithöfundur sem fundaði með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á Bessastöðum síðdegis í dag og afhenti honum áskorun um að beita sér í máli ungs manns sem bíður aftöku í Sádi-Arabíu. Nærri tvö þúsund manns höfðu í dag skrifað undir áskorunina á netinu þar sem biðlað er til forseta að koma á framfæri við ráðamenn í Sádi-Arabíu „andstyggð og hryggð“ vegna dauðadómsins yfir manninum og að biðja honum griða. „Forseti gaf sér góðan tíma til að ræða þetta mál og við áttum um klukkutíma langan fund,“ segir Hrafn. „Ég kom sjónarmiðum okkar sem eru að beita okkur í málinu áleiðis og lagði áherslu á að það mætti engan tíma missa. Þessi aftaka getur farið fram hvenær sem er.“Ali-al Nimr.VísirDæmdur til dauða sautján ára Ungi maðurinn sem bíður aftöku heitir Ali al-Nimr og var handtekinn í heimalandi sínu og dæmdur til dauða fyrir að mótmæla kúgun stjórnvalda árið 2012. Hann var þá aðeins sautján ára. Dómurinn hefur vakið athygli víða um heim og hafa þjóðarleiðtogar á borð við Francois Hollande Frakklandsforseta kallað eftir því að lífi hans verði þyrmt. Þá tók Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra undir með þeim á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku. Hrafn segir forseta hafa kynnt sér málið og að þeir hafi rætt það hvort og hvernig Ísland gæti beitt sér í því. Hrafn segist ekki endilega eiga von á að afskipti Íslendinga ráði úrslitum en sjálfra okkar vegna verði þjóðin að leggja lóð sín á vogarskálarnar í málum sem þessu. „Ég hef fulla trú á forseta okkar í þessu máli,“ segir hann. „Ég verð að vísa því til hans hvort og hvenær hann aðhefst í málinu en ég hef fulla trú á því að forseti verði við þessu ákalli. Sádi-Arabía, og refsikerfið þar, hefur allt of lengi verið stikkfrí á Vesturlöndum vegna olíu sem þaðan kemur.“Mál Ali al-Nimr rætt á Bessastöðum. Í dag fékk Ólafur Ragnar forseti afhenta áskorun frá um 2000 Íslendingum, sem biðja...Posted by Hrafn Jökulsson on 5. október 2015
Tengdar fréttir Vilja að Ólafur Ragnar komi til bjargar Ali al-Nimr Skorað á forsetann að nota sambönd sín við Sádi Arabíu til góðs. 30. september 2015 11:28 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Vilja að Ólafur Ragnar komi til bjargar Ali al-Nimr Skorað á forsetann að nota sambönd sín við Sádi Arabíu til góðs. 30. september 2015 11:28