Læknir ekki framseldur þótt hún yrði dæmd sek Snærós Sindradóttir skrifar 6. október 2015 07:00 Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir verjandi konunnar. mynd/aðsend Íslensk kona sem er ákærð fyrir morðtilraun í Ungverjalandi segir að málið hafi haft áhrif á hana á allan mögulegan hátt. Hún eigi erfitt með vinnu og að sinna fjölskyldu sinni. Konan er á fertugsaldri og er starfandi læknir hér á landi. Hún var í læknisnámi í Debrecen, næststærstu borg Ungverjalands, árið 2012 þegar atvikið átti sér stað sem síðar leiddi til ákæru á hendur henni. Samkvæmt ungverskum fjölmiðlum er henni gefið að sök að hafa byrlað nígerískri vinkonu sinni svefnlyf og barið hana í höfuðið með hamri. Konan vísar þessu alfarið á bug. „Hún í rauninni telur að þarna hafi verið sviðsettur glæpur. Það er ekki um að ræða höfuðkúpubrot í þessu máli. Þarna er um að ræða, að mér skilst, nokkur spor í höfuðið og það eru áverkar sem umbjóðandi minn telur að fórnarlambið svokallaða hafi valdið sér sjálf,“ segir Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, verjandi konunnar. „Þetta er hið hræðilegasta mál í raun og veru. Hún er ásökuð um mjög alvarlegan glæp sem hún segir sjálf að hún hafi ekki framið. Þannig að eðlilega er hún í miklu uppnámi, þetta er mjög alvarlegt mál.“ Ingibjörg segir að rannsókn málsins ytra sé ábótavant. Konunni hafi hingað til gengið illa að koma sinni hlið málsins á framfæri við stjórnvöld. Þá hafi sönnunargögnum sem hún hafi reynt að koma á framfæri ekki verið gefinn gaumur og sýni, sem hefðu verið tekin í sambærilegu máli hér á landi, ekki verið tekin. „Það átti að dæma í málinu í síðasta mánuði en eftir að ungversk yfirvöld komust á snoðir um það að íslensk yfirvöld vissu af málinu þá var því frestað,“ segir Ingibjörg. Aðspurð hvers vegna hún telji að svo sé segir hún: „Það er góð spurning. Ég held að það sé svona spurning um að leggja saman einhverjar tölur þarna. Það styður það sem hún segir að þarna er einhver undarleg málsmeðferð í gangi.“ Konan er starfsmaður Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU). Henni hefur nú verið veitt leyfi frá störfum. Samkvæmt 2. gr laga um framsal sakamanna má ekki undir neinum kringumstæðum framselja íslenska ríkisborgara. Fari svo að konan verði dæmd í Ungverjalandi á hún því ekki á hættu að vera send þangað til að afplána dóminn. Vafi ríkir um hvort hún myndi yfirhöfuð afplána neinn dóm. Fyrirtaka í málinu fer fram í nóvember á undirdómstigi sem svipar til héraðsdóms hér á landi. Tengdar fréttir Íslensk kona ákærð í Ungverjalandi: Segir fórnarlambið ekki hafa mætt fyrir dómstóla Íslensk kona, sem bíður dóms í Ungverjalandi fyrir tilraun til manndráps sumarið 2012, segist vera saklaus í málinu og að meint fórnarlamb hennar hafi sviðsett það, en hún er sökuð um að hafa byrlað vinkonu sinni svefnlyf og barið hana tvívegis í höfuðið með hamri. Konan starfar sem læknir á Íslandi. 5. október 2015 19:15 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Sjá meira
Íslensk kona sem er ákærð fyrir morðtilraun í Ungverjalandi segir að málið hafi haft áhrif á hana á allan mögulegan hátt. Hún eigi erfitt með vinnu og að sinna fjölskyldu sinni. Konan er á fertugsaldri og er starfandi læknir hér á landi. Hún var í læknisnámi í Debrecen, næststærstu borg Ungverjalands, árið 2012 þegar atvikið átti sér stað sem síðar leiddi til ákæru á hendur henni. Samkvæmt ungverskum fjölmiðlum er henni gefið að sök að hafa byrlað nígerískri vinkonu sinni svefnlyf og barið hana í höfuðið með hamri. Konan vísar þessu alfarið á bug. „Hún í rauninni telur að þarna hafi verið sviðsettur glæpur. Það er ekki um að ræða höfuðkúpubrot í þessu máli. Þarna er um að ræða, að mér skilst, nokkur spor í höfuðið og það eru áverkar sem umbjóðandi minn telur að fórnarlambið svokallaða hafi valdið sér sjálf,“ segir Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, verjandi konunnar. „Þetta er hið hræðilegasta mál í raun og veru. Hún er ásökuð um mjög alvarlegan glæp sem hún segir sjálf að hún hafi ekki framið. Þannig að eðlilega er hún í miklu uppnámi, þetta er mjög alvarlegt mál.“ Ingibjörg segir að rannsókn málsins ytra sé ábótavant. Konunni hafi hingað til gengið illa að koma sinni hlið málsins á framfæri við stjórnvöld. Þá hafi sönnunargögnum sem hún hafi reynt að koma á framfæri ekki verið gefinn gaumur og sýni, sem hefðu verið tekin í sambærilegu máli hér á landi, ekki verið tekin. „Það átti að dæma í málinu í síðasta mánuði en eftir að ungversk yfirvöld komust á snoðir um það að íslensk yfirvöld vissu af málinu þá var því frestað,“ segir Ingibjörg. Aðspurð hvers vegna hún telji að svo sé segir hún: „Það er góð spurning. Ég held að það sé svona spurning um að leggja saman einhverjar tölur þarna. Það styður það sem hún segir að þarna er einhver undarleg málsmeðferð í gangi.“ Konan er starfsmaður Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU). Henni hefur nú verið veitt leyfi frá störfum. Samkvæmt 2. gr laga um framsal sakamanna má ekki undir neinum kringumstæðum framselja íslenska ríkisborgara. Fari svo að konan verði dæmd í Ungverjalandi á hún því ekki á hættu að vera send þangað til að afplána dóminn. Vafi ríkir um hvort hún myndi yfirhöfuð afplána neinn dóm. Fyrirtaka í málinu fer fram í nóvember á undirdómstigi sem svipar til héraðsdóms hér á landi.
Tengdar fréttir Íslensk kona ákærð í Ungverjalandi: Segir fórnarlambið ekki hafa mætt fyrir dómstóla Íslensk kona, sem bíður dóms í Ungverjalandi fyrir tilraun til manndráps sumarið 2012, segist vera saklaus í málinu og að meint fórnarlamb hennar hafi sviðsett það, en hún er sökuð um að hafa byrlað vinkonu sinni svefnlyf og barið hana tvívegis í höfuðið með hamri. Konan starfar sem læknir á Íslandi. 5. október 2015 19:15 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Sjá meira
Íslensk kona ákærð í Ungverjalandi: Segir fórnarlambið ekki hafa mætt fyrir dómstóla Íslensk kona, sem bíður dóms í Ungverjalandi fyrir tilraun til manndráps sumarið 2012, segist vera saklaus í málinu og að meint fórnarlamb hennar hafi sviðsett það, en hún er sökuð um að hafa byrlað vinkonu sinni svefnlyf og barið hana tvívegis í höfuðið með hamri. Konan starfar sem læknir á Íslandi. 5. október 2015 19:15