Innlent

Hafa vaxandi áhyggjur af því hversu lítið veiðist af ufsa

Gissur Sigurðsson skrifar
Ekkert hefur heyrst frá visindamönnum Hafrannsóknastofnunar.
Ekkert hefur heyrst frá visindamönnum Hafrannsóknastofnunar. VIsir/JÓn
Sjómenn og útvegsmenn hafa vaxandi áhyggjur af því hversu lítið veiðist af ufsa þótt skipin reyni ítrekað fyrir sér á þekktum ufsamiðum.

Þannig segir Theodór Haraldsson skipstjóri á Barða NK á heimasíðu síldarvinnslunnar eftir síðustu veiðiferð, að töluvert hafi verið reynt að veiða ufsa, en það hafi gengið erfiðlega.

Farið hafi verið vestur fyrir land í ufsaleit, en þar hafi alls ekki verið eins mikið af honum og síðustu þrjú til fjögur árin.

Ekkert hefur heyrst frá visindamönnum Hafrannsóknastofnunar vegna þessa, en fréttastofu er kunnugt um að þeir fylgjast með framvindu mála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×