Innlent

Harður árekstur á Miklubraut

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Áreksturinn var harður að sögn lögreglu.
Áreksturinn var harður að sögn lögreglu. Vísir/Tumi
Harður árekstur varð á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar fyrr í kvöld. Loka þurfti Miklubraut til austurs á meðan bílarnir voru fjarlægðir. Enginn slys urðu á fólki en þónokkrar tafir urðu á umferð.

Að sögn lögreglu var öðrum bílnum ekið Miklubraut til austurs en hinum var ekið eftir Grensásvegi til suðurs er þeim lenti saman á gatnamótunum. Bílarnir voru óökufærir eftir áreksturinn og fjarlægja þurfti þá af slysstað sem olli töfum á umferð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×