Lífið samstarf

Fatlað fólk á rétt til þess að stjórna sínu lífi

KYNNING: Öryrkjabandalag Íslands skorar þessa dagana á íslensk stjórnvöld að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, eigi síðar en á haustþingi 2015.

Samningurinn er leiðarvísir að því hvernig tryggja skal fötluðu fólki mannréttindi og tækifæri til jafns við aðra í lífinu og gera því þannig kleift að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. 151 land hefur fullgilt samninginn. Einungis fjögur Evrópulönd eiga eftir að fullgilda hann, Finnland, Írland, Holland og Ísland.

Íslendingar er hvattir til að skrifa undir áskorun til stjórnvalda á síðunni obi.is/askorun.

Öryrkjabandalagið hefur látið gera myndbönd til að styðja við áskorunina og fjallar myndbandið hér að ofan um sambýli.

Sambýli

Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk segir:

Fatlað fólk á rétt til þess að stjórna sínu lífi, taka eigin ákvarðanir, geta valið hvar það býr og með hverjum og fá aðstoð á sínum forsendum.

Fatlað fólk hefur í mörgum tilvikum ekki annað val en að búa á sambýlum þar sem það þarf iðulega að láta að stjórn starfsfólks og þeirra reglna og hefða sem þar eru og fær þar af leiðandi ekki að stjórna sínu lífi.


Tengdar fréttir

Fatlað fólk á rétt á upplýsingum að eigin vali

KYNNING: Öryrkjabandalag Íslands skorar þessa dagana á íslensk stjórnvöld að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, eigi síðar en á haustþingi 2015.

Fatlað fólk á sama rétt og aðrir

KYNNING: Öryrkjabandalag Íslands skorar þessa dagana á íslensk stjórnvöld að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, eigi síðar en á haustþingi 2015.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×