Hlaut að eiga að vera svona Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 23. september 2015 09:00 Það var öllu tjaldað til í brúðkaupinu á laugardaginn. Hér eru þeir Bergþór og Olivier að bragða á kökunni. „Þetta var í rauninni alveg ótrúlegt og það var framar öllum vonum hvernig brúðkaupið fór fram. Presturinn, hún Jóna Hrönn, stakk upp á því að við myndum þýða ræðuna hennar, texta um kærleikann úr Biblíunni og vígsluspurningarnar á frönsku og það var Jerôme sem var með í för sem var í hlutverki aðstoðarprests og flutti á frönsku,“ segir Bergþór Bjarnason sem gekk að eiga Olivier Francheteau síðastliðinn laugardag í Landakirkju í Vestmanneyjum. Um var að ræða fyrstu hjónavígslu samkynhneigðra í kirkjunni og var það séra Jóna Hrönn Bolladóttir sem gaf þá Bergþór og Olivier saman. Í athöfninni var blandað saman íslenskri, franskri og enskri tónlist sem leikin var af tónlistarmönnum úr Vestmannaeyjum. „Það var mikil gleði í kirkjunni og góð stemning,“ segir Bergþór glaður í bragði og heldur áfram: „Þegar ræðan var flutt á íslensku hlógu Íslendingarnir og þegar hún var flutt á frönsku hlógu Frakkarnir.“ Og þó að veðrið hafi ekki verið upp á sitt besta og rignt hafi talsvert þá hafði það engin áhrif á gleðina því úr veðrinu rættist á sunnudaginn og allir komust heim með Herjólfi en talsverður fjöldi gesta kom frá Frakklandi enda Olivier franskur og eru þeir Bergþór búsettir í Nice. Fjölskylda og vinafólk þeirra frá Frakklandi kom því í brúðkaupið og nýtti einnig tímann til að skoða landið og segir Bergþór alla hafa skemmt sér konunglega. „Við hugsuðum hvort við ættum að gera þetta tvisvar, í Nice og hér á Íslandi, en svo stakk Olivier upp á því að fara heim til Íslands og gera þetta hér í Vestmannaeyjum á æskuslóðum mínum.“ Eftir athöfnina var haldið til veislu á veitingahúsinu Slippnum í Vestmannaeyjum þar sem íslenskt hráefni úr nærumhverfi var í hávegum haft og veisluhöldin í frönskum stíl. „Þar var tekið á móti okkur með allskyns kræsingum, maðurinn minn vildi endilega að þetta yrði svolítið franskt að því leyti að það yrði langur kokteill í upphafi veisluhalda. Það er oft það mikilvægasta hjá Frökkunum, að þetta taki svolítið langan tíma.“ „Við kynntumst fyrir tíu árum, í lok ágúst á bökkum Signu í sunnudagsgöngu í sólskini. Þegar hann vissi að ég var Íslendingur þá var það bara tákn, þetta hlaut að eiga að vera svona,“ segir Bergþór hlæjandi en Olivier er mikill aðdáandi Bjarkar Guðmundsdóttur. „Við reyndum það nú reyndar ekki, það hefði kannski verið svolítið erfitt,“ segir hann hlæjandi að lokum þegar hann er spurður að því hvort ekki hafi verið reynt að fá Björk til að taka lagið í brúðkaupinu. Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Fleiri fréttir „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Sjá meira
„Þetta var í rauninni alveg ótrúlegt og það var framar öllum vonum hvernig brúðkaupið fór fram. Presturinn, hún Jóna Hrönn, stakk upp á því að við myndum þýða ræðuna hennar, texta um kærleikann úr Biblíunni og vígsluspurningarnar á frönsku og það var Jerôme sem var með í för sem var í hlutverki aðstoðarprests og flutti á frönsku,“ segir Bergþór Bjarnason sem gekk að eiga Olivier Francheteau síðastliðinn laugardag í Landakirkju í Vestmanneyjum. Um var að ræða fyrstu hjónavígslu samkynhneigðra í kirkjunni og var það séra Jóna Hrönn Bolladóttir sem gaf þá Bergþór og Olivier saman. Í athöfninni var blandað saman íslenskri, franskri og enskri tónlist sem leikin var af tónlistarmönnum úr Vestmannaeyjum. „Það var mikil gleði í kirkjunni og góð stemning,“ segir Bergþór glaður í bragði og heldur áfram: „Þegar ræðan var flutt á íslensku hlógu Íslendingarnir og þegar hún var flutt á frönsku hlógu Frakkarnir.“ Og þó að veðrið hafi ekki verið upp á sitt besta og rignt hafi talsvert þá hafði það engin áhrif á gleðina því úr veðrinu rættist á sunnudaginn og allir komust heim með Herjólfi en talsverður fjöldi gesta kom frá Frakklandi enda Olivier franskur og eru þeir Bergþór búsettir í Nice. Fjölskylda og vinafólk þeirra frá Frakklandi kom því í brúðkaupið og nýtti einnig tímann til að skoða landið og segir Bergþór alla hafa skemmt sér konunglega. „Við hugsuðum hvort við ættum að gera þetta tvisvar, í Nice og hér á Íslandi, en svo stakk Olivier upp á því að fara heim til Íslands og gera þetta hér í Vestmannaeyjum á æskuslóðum mínum.“ Eftir athöfnina var haldið til veislu á veitingahúsinu Slippnum í Vestmannaeyjum þar sem íslenskt hráefni úr nærumhverfi var í hávegum haft og veisluhöldin í frönskum stíl. „Þar var tekið á móti okkur með allskyns kræsingum, maðurinn minn vildi endilega að þetta yrði svolítið franskt að því leyti að það yrði langur kokteill í upphafi veisluhalda. Það er oft það mikilvægasta hjá Frökkunum, að þetta taki svolítið langan tíma.“ „Við kynntumst fyrir tíu árum, í lok ágúst á bökkum Signu í sunnudagsgöngu í sólskini. Þegar hann vissi að ég var Íslendingur þá var það bara tákn, þetta hlaut að eiga að vera svona,“ segir Bergþór hlæjandi en Olivier er mikill aðdáandi Bjarkar Guðmundsdóttur. „Við reyndum það nú reyndar ekki, það hefði kannski verið svolítið erfitt,“ segir hann hlæjandi að lokum þegar hann er spurður að því hvort ekki hafi verið reynt að fá Björk til að taka lagið í brúðkaupinu.
Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Fleiri fréttir „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Sjá meira