Hlaut að eiga að vera svona Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 23. september 2015 09:00 Það var öllu tjaldað til í brúðkaupinu á laugardaginn. Hér eru þeir Bergþór og Olivier að bragða á kökunni. „Þetta var í rauninni alveg ótrúlegt og það var framar öllum vonum hvernig brúðkaupið fór fram. Presturinn, hún Jóna Hrönn, stakk upp á því að við myndum þýða ræðuna hennar, texta um kærleikann úr Biblíunni og vígsluspurningarnar á frönsku og það var Jerôme sem var með í för sem var í hlutverki aðstoðarprests og flutti á frönsku,“ segir Bergþór Bjarnason sem gekk að eiga Olivier Francheteau síðastliðinn laugardag í Landakirkju í Vestmanneyjum. Um var að ræða fyrstu hjónavígslu samkynhneigðra í kirkjunni og var það séra Jóna Hrönn Bolladóttir sem gaf þá Bergþór og Olivier saman. Í athöfninni var blandað saman íslenskri, franskri og enskri tónlist sem leikin var af tónlistarmönnum úr Vestmannaeyjum. „Það var mikil gleði í kirkjunni og góð stemning,“ segir Bergþór glaður í bragði og heldur áfram: „Þegar ræðan var flutt á íslensku hlógu Íslendingarnir og þegar hún var flutt á frönsku hlógu Frakkarnir.“ Og þó að veðrið hafi ekki verið upp á sitt besta og rignt hafi talsvert þá hafði það engin áhrif á gleðina því úr veðrinu rættist á sunnudaginn og allir komust heim með Herjólfi en talsverður fjöldi gesta kom frá Frakklandi enda Olivier franskur og eru þeir Bergþór búsettir í Nice. Fjölskylda og vinafólk þeirra frá Frakklandi kom því í brúðkaupið og nýtti einnig tímann til að skoða landið og segir Bergþór alla hafa skemmt sér konunglega. „Við hugsuðum hvort við ættum að gera þetta tvisvar, í Nice og hér á Íslandi, en svo stakk Olivier upp á því að fara heim til Íslands og gera þetta hér í Vestmannaeyjum á æskuslóðum mínum.“ Eftir athöfnina var haldið til veislu á veitingahúsinu Slippnum í Vestmannaeyjum þar sem íslenskt hráefni úr nærumhverfi var í hávegum haft og veisluhöldin í frönskum stíl. „Þar var tekið á móti okkur með allskyns kræsingum, maðurinn minn vildi endilega að þetta yrði svolítið franskt að því leyti að það yrði langur kokteill í upphafi veisluhalda. Það er oft það mikilvægasta hjá Frökkunum, að þetta taki svolítið langan tíma.“ „Við kynntumst fyrir tíu árum, í lok ágúst á bökkum Signu í sunnudagsgöngu í sólskini. Þegar hann vissi að ég var Íslendingur þá var það bara tákn, þetta hlaut að eiga að vera svona,“ segir Bergþór hlæjandi en Olivier er mikill aðdáandi Bjarkar Guðmundsdóttur. „Við reyndum það nú reyndar ekki, það hefði kannski verið svolítið erfitt,“ segir hann hlæjandi að lokum þegar hann er spurður að því hvort ekki hafi verið reynt að fá Björk til að taka lagið í brúðkaupinu. Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
„Þetta var í rauninni alveg ótrúlegt og það var framar öllum vonum hvernig brúðkaupið fór fram. Presturinn, hún Jóna Hrönn, stakk upp á því að við myndum þýða ræðuna hennar, texta um kærleikann úr Biblíunni og vígsluspurningarnar á frönsku og það var Jerôme sem var með í för sem var í hlutverki aðstoðarprests og flutti á frönsku,“ segir Bergþór Bjarnason sem gekk að eiga Olivier Francheteau síðastliðinn laugardag í Landakirkju í Vestmanneyjum. Um var að ræða fyrstu hjónavígslu samkynhneigðra í kirkjunni og var það séra Jóna Hrönn Bolladóttir sem gaf þá Bergþór og Olivier saman. Í athöfninni var blandað saman íslenskri, franskri og enskri tónlist sem leikin var af tónlistarmönnum úr Vestmannaeyjum. „Það var mikil gleði í kirkjunni og góð stemning,“ segir Bergþór glaður í bragði og heldur áfram: „Þegar ræðan var flutt á íslensku hlógu Íslendingarnir og þegar hún var flutt á frönsku hlógu Frakkarnir.“ Og þó að veðrið hafi ekki verið upp á sitt besta og rignt hafi talsvert þá hafði það engin áhrif á gleðina því úr veðrinu rættist á sunnudaginn og allir komust heim með Herjólfi en talsverður fjöldi gesta kom frá Frakklandi enda Olivier franskur og eru þeir Bergþór búsettir í Nice. Fjölskylda og vinafólk þeirra frá Frakklandi kom því í brúðkaupið og nýtti einnig tímann til að skoða landið og segir Bergþór alla hafa skemmt sér konunglega. „Við hugsuðum hvort við ættum að gera þetta tvisvar, í Nice og hér á Íslandi, en svo stakk Olivier upp á því að fara heim til Íslands og gera þetta hér í Vestmannaeyjum á æskuslóðum mínum.“ Eftir athöfnina var haldið til veislu á veitingahúsinu Slippnum í Vestmannaeyjum þar sem íslenskt hráefni úr nærumhverfi var í hávegum haft og veisluhöldin í frönskum stíl. „Þar var tekið á móti okkur með allskyns kræsingum, maðurinn minn vildi endilega að þetta yrði svolítið franskt að því leyti að það yrði langur kokteill í upphafi veisluhalda. Það er oft það mikilvægasta hjá Frökkunum, að þetta taki svolítið langan tíma.“ „Við kynntumst fyrir tíu árum, í lok ágúst á bökkum Signu í sunnudagsgöngu í sólskini. Þegar hann vissi að ég var Íslendingur þá var það bara tákn, þetta hlaut að eiga að vera svona,“ segir Bergþór hlæjandi en Olivier er mikill aðdáandi Bjarkar Guðmundsdóttur. „Við reyndum það nú reyndar ekki, það hefði kannski verið svolítið erfitt,“ segir hann hlæjandi að lokum þegar hann er spurður að því hvort ekki hafi verið reynt að fá Björk til að taka lagið í brúðkaupinu.
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira