Lögsækir Lee Daniels: Penn ósáttur við að vera líkt við ofbeldismann Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 23. september 2015 09:24 Sean Penn hefur lögsótt Lee Daniels. Vísir/EPA Sean Penn hefur lögsótt Lee Daniels, leikstjóra Empire, fyrir meiðyrði. Hann krefst tíu milljón dollara eða 1,2 milljarðs króna í skaðabætur. Penn staðhæfir að Daniels hafi ranglega sakað hann um að vera maður sem lemur konur í viðtali við Hollywood Reporter með því að líkja honum við Terrence Howard sem lék í Empire. CNN greinir frá. „[Terrence] gerði ekkert annað en Marlon Brando eða Sean Penn og allt í einu er hann einhver djöfull,“ sagði Daniels í viðtalinu þegar talið barst að síendurteknum lögsóknum gegn Howard, hann hefur verið kærður nokkrum sinnum fyrir líkamsárásir gegn konum, nú síðast í júlí. Lee Daniels sagði umræðuna í samfélaginu um brot Terrence bera vitni um rasisma í Ameríku.Telur Daniels verja hegðun Howard og samþykkja Í ærumeiðingarkvörtun Penn segir að Howard hafi opinberlega viðurkennt að hafa slegið konur. Þá stendur að Daniels virðist í viðtalinu samþykkja hegðun Howard og viðurkenna sekt hans.Terrence Howard leikur í sjónvarpsþáttunum Empire.Vísir/EPA„Vegna stöðu Penn sem manneskju í sviðsljósinu hefur hann í mörg ár orðið fyrir órökstuddum árásum. En Penn, rétt eins og aðrir borgarar, á rétt á því að verja sjálfan sig og hann mun ekki lengur líta framhjá hegðun annarra sem reyna að vekja athygli á sjálfum sér og verkefnum sínum á hans kostnað. Því og vegna ærumeiðandi athugasemda Daniels leggur Penn nú fram kröfu um skaðabætur til þess að tryggja að Daniels og aðrir viðhafi ekki ærumeiðandi ummæli aftur.“ Penn telur það ósæmilegt að Daniels skyldi verja Howards með þessum hætti „að því er virðist á misheppnaðan hátt til að græða og vekja frekari athygli á þætti sínum Empire.“ Ummælin lét Howard falla sama kvöld og Emmy verðlaunin voru haldin sem Penn telur styðja kröfur sínar.Löng saga Penn af heimilisofbeldi Þá segir í kærunni að þrátt fyrir að Penn hafi komist í kynni við yfirvöld vegna lögbrota þá hafi hann aldrei verið handtekinn og þá sannarlega ekki dæmdur fyrir heimilisofbeldi „eins og fyrrverandi konur hans, þar á meðal Madonna, myndu staðfesta.“ Mikið hefur verið fjallað um meint ofbeldi Penn gegn söngkonunni Madonnu en þau voru gift á áttunda áratugnum. Samkvæmt fréttum endaði hún eitt sinn á spítala vegna þess að Penn hafði lamið hana með hafnaboltakylfu. En hún neitaði að kæra eiginmann sinn vegna þess að hann hafði stuttu áður verið sakfelldur fyrir að ráðast gegn aukaleikara í kvikmynd sem hann lék í.The Daily Beast fór yfir sögu Penn í dag vegna lögsóknarinnar. Penn var síðast í sambandi með Charlize Theron en parið hætti saman í sumar eftir að hafa verið trúlofuð í ár. Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Sean Penn hefur lögsótt Lee Daniels, leikstjóra Empire, fyrir meiðyrði. Hann krefst tíu milljón dollara eða 1,2 milljarðs króna í skaðabætur. Penn staðhæfir að Daniels hafi ranglega sakað hann um að vera maður sem lemur konur í viðtali við Hollywood Reporter með því að líkja honum við Terrence Howard sem lék í Empire. CNN greinir frá. „[Terrence] gerði ekkert annað en Marlon Brando eða Sean Penn og allt í einu er hann einhver djöfull,“ sagði Daniels í viðtalinu þegar talið barst að síendurteknum lögsóknum gegn Howard, hann hefur verið kærður nokkrum sinnum fyrir líkamsárásir gegn konum, nú síðast í júlí. Lee Daniels sagði umræðuna í samfélaginu um brot Terrence bera vitni um rasisma í Ameríku.Telur Daniels verja hegðun Howard og samþykkja Í ærumeiðingarkvörtun Penn segir að Howard hafi opinberlega viðurkennt að hafa slegið konur. Þá stendur að Daniels virðist í viðtalinu samþykkja hegðun Howard og viðurkenna sekt hans.Terrence Howard leikur í sjónvarpsþáttunum Empire.Vísir/EPA„Vegna stöðu Penn sem manneskju í sviðsljósinu hefur hann í mörg ár orðið fyrir órökstuddum árásum. En Penn, rétt eins og aðrir borgarar, á rétt á því að verja sjálfan sig og hann mun ekki lengur líta framhjá hegðun annarra sem reyna að vekja athygli á sjálfum sér og verkefnum sínum á hans kostnað. Því og vegna ærumeiðandi athugasemda Daniels leggur Penn nú fram kröfu um skaðabætur til þess að tryggja að Daniels og aðrir viðhafi ekki ærumeiðandi ummæli aftur.“ Penn telur það ósæmilegt að Daniels skyldi verja Howards með þessum hætti „að því er virðist á misheppnaðan hátt til að græða og vekja frekari athygli á þætti sínum Empire.“ Ummælin lét Howard falla sama kvöld og Emmy verðlaunin voru haldin sem Penn telur styðja kröfur sínar.Löng saga Penn af heimilisofbeldi Þá segir í kærunni að þrátt fyrir að Penn hafi komist í kynni við yfirvöld vegna lögbrota þá hafi hann aldrei verið handtekinn og þá sannarlega ekki dæmdur fyrir heimilisofbeldi „eins og fyrrverandi konur hans, þar á meðal Madonna, myndu staðfesta.“ Mikið hefur verið fjallað um meint ofbeldi Penn gegn söngkonunni Madonnu en þau voru gift á áttunda áratugnum. Samkvæmt fréttum endaði hún eitt sinn á spítala vegna þess að Penn hafði lamið hana með hafnaboltakylfu. En hún neitaði að kæra eiginmann sinn vegna þess að hann hafði stuttu áður verið sakfelldur fyrir að ráðast gegn aukaleikara í kvikmynd sem hann lék í.The Daily Beast fór yfir sögu Penn í dag vegna lögsóknarinnar. Penn var síðast í sambandi með Charlize Theron en parið hætti saman í sumar eftir að hafa verið trúlofuð í ár.
Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira