Innlent

Borgarstarfsmenn huga að trjágróðri sem hindrar för

Atli Ísleifsson skrifar
Er gróður sem tilheyrir borginni klipptur og eru eigendur garða þar sem trjágróður vex út fyrir lóðarmörk látnir vita.
Er gróður sem tilheyrir borginni klipptur og eru eigendur garða þar sem trjágróður vex út fyrir lóðarmörk látnir vita. Mynd/Reykjavíkurborg
Starfsmenn Reykjavíkurborgar fara nú um borgina og skoða hvar trjágróður vex inn á stíga og götur. Er gróður sem tilheyrir borginni klipptur og eru eigendur garða þar sem trjágróður vex út fyrir lóðarmörk látnir vita.

Í frétt á vef borgarinnar segir að garðeigendur séu hvattir til að klippa þann trjágróður sem vex út fyrir lóðarmörk og hindrar vegfarendur, hylur umferðarskilti eða götulýsingu.

„Eftirfarandi atriði hættu garðeigendur að hafa í huga:

  • Umferðarmerki séu sýnileg.
  • Gróður byrgi ekki götulýsingu.
  • Gangandi og hjólandi eigi greiða leið um gangstíga.
  • Þar sem vélsópar og snjóruðningstæki fara um má lágmarkshæð gróðurs yfir stígum ekki vera lægri en 2,8 metrar.
  • Yfir akbrautum má gróður ekki slúta niður fyrir 4,2 metra og gildir þessi hæðarregla einnig þar sem sorphirðubílar, slökkvilið og sjúkrabílar þurfa að komast eftir stétt eða stíg.“


Nánar má lesa um málið í frétt Reykjavíkurborgar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×