Innlent

Varað við mikilli hálku á Öxnadalsheiði

Bjarki Ármannsson skrifar
Hálka er oft til trafala.
Hálka er oft til trafala. Vísir/Anton
Mikil hálka er búin að vera á Öxnadalsheiði í kvöld og var heiðinni lokað í tæpan klukkutíma vegna tveggja umferðaróhappa. Vegagerðin mun í kvöld senda bifreiðar til að salta.

Heiðin er opin sem stendur en í tilkynningu frá lögreglunni á Norðausturlandi er varað við áframhaldandi hálku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×