Innlent

Barði konuna sína á Laugaveginum

Gissur Sigurðsson skrifar
Maðurinn þarf að svara fyrir brot á áfengislögum, ölvun á almannafæri, ofbeldi gagnvart opinberum starfsmanni, segja ekki til nafns, ofbeldi gegn maka, líkamsárás og vörslu fíkniefna. Mynd úr safni.
Maðurinn þarf að svara fyrir brot á áfengislögum, ölvun á almannafæri, ofbeldi gagnvart opinberum starfsmanni, segja ekki til nafns, ofbeldi gegn maka, líkamsárás og vörslu fíkniefna. Mynd úr safni. vísir/kolbeinn tumi
Uppfært klukkan 10:05

Þessi frétt byggði á tölvupósti frá lögreglu síðan í sumar sem fylgdi með pósti frá því í morgun. Beðist er velvirðingar á þessu.

Lögreglan fékk upp úr miðnætti tilkynningu um að karlmaður væri að berja konu á Laugaveginum. Þegar lögreglumenn komu á vettvang reyndist þetta vara karl á sextugsaldri og var hann að berja sambýliskonu sína.

Maðurinn brást illa við afskiptum lögreglunnar, neitaði að segja til nafns, sýndi mótþróa og hrækti í andlit lögreglumanns. Hann var yfirbugaður og færður í fangageymslu þar sem fíkniefni fundust í fórum hans.

Hinn handtekni mun þurfa að svara fyrir brot á áfengislögum, ölvun á almannafæri, ofbeldi gagnvart opinberum starfsmanni, segja ekki til nafns, ofbeldi gegn maka, líkamsárás og vörslu fíkniefna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×