Fótbolti

Viðar bjargaði stigi fyrir Jiangsu Sainty

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Mynd/Heimasíða Valerenga
Jiangsu Guoxin-Sainty náði aðeins jafntefli á heimavelli gegn Tianjin Teda en Viðar Örn Kjartansson skoraði jöfnunarmark Jinagsu um miðbik seinni hálfleiks. Viðar Örn og Sölvi Geir Ottesen léku allar nítíu mínútur leiksins í dag.

Jiangsu gat með sigri skotist upp í 6. sæti en mótherjar dagsins sitja í 15. sæti og eru að berjast um sæti sitt í kínversku ofurdeildinni á næsta tímabili.

Zhou Haibin kom Tianjin yfir eftir hálftíma leik en Viðar Örn náði að jafna metin þegar tuttugu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Tókst hvorugu liði að bæta við marki eftir það og lauk leiknum með 1-1 jafntefli.

Í Shijiazhuang lék Eiður Smári Guðjohnsen allar nítíu mínútur leiksins í naumu 0-1 tapi Shijiazhuang Yongchang gegn Henan Jianye.

Eiður Smári hóf leikinn í fremstu víglínu en Shijiazhuang gekk illa að skapa sér færi í leiknum. Kom eina mark leiksins á 57. mínútu þegar varamaðurinn Zhi Xiao tryggði Henan Jianye stigin þrjú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×