70% leigjenda ná ekki endum saman erla björg gunnarsdóttir skrifar 1. september 2015 07:00 Haukur Hilmarsson, fjármálaráðgjafi Samkvæmt opinni og órekjanlegri könnun á meðal leigjenda á höfuðborgarsvæðinu á mikill meirihluti þeirra erfitt með að ná endum saman hver mánaðamót. Spurt var hvort viðkomandi ætti auðvelt með að ná endum saman. Ríflega helmingur, eða 54%, svaraði spurningunni neitandi og 15% sögðu sjaldan. Einungis 35 af 345 sögðust eiga auðvelt með að ná endum saman. Alls 500 leigjendur svöruðu netkönnuninni um leiguverð, ráðstöfunartekjur, fjölskyldustærð, húsaleigubætur og fjárhagsstöðu.Svör 345 leigjenda voru tekin gild og samkvæmt þeim fara að meðaltali 45% af ráðstöfunartekjum allra heimilismanna í leigu. Ef tekið er tillit til húsaleigubóta fara að meðaltali 38% af ráðstöfunartekjum heimilismanna í leigu. Haukur Hilmarsson, ráðgjafi í fjármálahegðun, gerði könnunina á síðunni skuldlaus.is. Þar sem könnunin er opin eru tölur ekki sannreyndar. Hann segir þó að á heildina litið gefi könnunin ákveðna mynd og rími við reynslu hans í starfi. „Ég hef mælt með því við fólk sem ég veiti ráðgjöf að halda húsnæðiskostnaði undir 35% af ráðstöfunartekjum. Svo fann ég að það voru óraunhæfar kröfur og ákvað að gera þessa könnun. Niðurstöður hennar eru góð vísbending um raunveruleikann að mínu mati,“ segir Haukur, sem hefur í starfi sínu orðið vitni að því að fólk borgi yfir helming af tekjum sínum í húsnæðiskostnað.Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur hjá NeytendastofuÞjóðskrá Íslands birtir á síðu sinni upplýsingar um leiguverð og ráðstöfunartekjur en þar er eingöngu um þinglýsta leigusamninga að ræða. Neytendastofa hefur einnig gert kannanir en þær hafa haft ýmsa vankanta. Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum, segir erfitt að kortleggja leigumarkaðinn því það skorti skráningu, sem sé einnig forsenda eftirlits. „Það er mikilvægt að auka eftirlit til að vita hvað raunverulegt leiguverð er, líka upp á réttindi leigutaka. Við vitum ekki einu sinni hvað það eru margir á leigumarkaði, hvaða eignir eru í leigu eða hverjir eru leigusalar. Þar af leiðandi hefur verið erfitt að gera kannanir sem við getum treyst á að gefi raunsanna mynd,“ segir Hildigunnur. Spurt var í könnuninni: Átt þú auðvelt með að ná endum saman um hver mánaðamót?345 svöruðu 188 svara nei 50 svara sjaldan 72 svara oftast 35 svara já38% af ráðstöfunartekjum fara að meðaltali í leigu eftir húsaleigubætur45% af ráðstöfunartekjum fara að meðaltali í leigu fyrir húsaleigubætur10% þeirra sem svöruðu könnuninni borga yfir 60% af ráðstöfunartekjum sínum í húsaleigu. Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Sjá meira
Samkvæmt opinni og órekjanlegri könnun á meðal leigjenda á höfuðborgarsvæðinu á mikill meirihluti þeirra erfitt með að ná endum saman hver mánaðamót. Spurt var hvort viðkomandi ætti auðvelt með að ná endum saman. Ríflega helmingur, eða 54%, svaraði spurningunni neitandi og 15% sögðu sjaldan. Einungis 35 af 345 sögðust eiga auðvelt með að ná endum saman. Alls 500 leigjendur svöruðu netkönnuninni um leiguverð, ráðstöfunartekjur, fjölskyldustærð, húsaleigubætur og fjárhagsstöðu.Svör 345 leigjenda voru tekin gild og samkvæmt þeim fara að meðaltali 45% af ráðstöfunartekjum allra heimilismanna í leigu. Ef tekið er tillit til húsaleigubóta fara að meðaltali 38% af ráðstöfunartekjum heimilismanna í leigu. Haukur Hilmarsson, ráðgjafi í fjármálahegðun, gerði könnunina á síðunni skuldlaus.is. Þar sem könnunin er opin eru tölur ekki sannreyndar. Hann segir þó að á heildina litið gefi könnunin ákveðna mynd og rími við reynslu hans í starfi. „Ég hef mælt með því við fólk sem ég veiti ráðgjöf að halda húsnæðiskostnaði undir 35% af ráðstöfunartekjum. Svo fann ég að það voru óraunhæfar kröfur og ákvað að gera þessa könnun. Niðurstöður hennar eru góð vísbending um raunveruleikann að mínu mati,“ segir Haukur, sem hefur í starfi sínu orðið vitni að því að fólk borgi yfir helming af tekjum sínum í húsnæðiskostnað.Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur hjá NeytendastofuÞjóðskrá Íslands birtir á síðu sinni upplýsingar um leiguverð og ráðstöfunartekjur en þar er eingöngu um þinglýsta leigusamninga að ræða. Neytendastofa hefur einnig gert kannanir en þær hafa haft ýmsa vankanta. Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum, segir erfitt að kortleggja leigumarkaðinn því það skorti skráningu, sem sé einnig forsenda eftirlits. „Það er mikilvægt að auka eftirlit til að vita hvað raunverulegt leiguverð er, líka upp á réttindi leigutaka. Við vitum ekki einu sinni hvað það eru margir á leigumarkaði, hvaða eignir eru í leigu eða hverjir eru leigusalar. Þar af leiðandi hefur verið erfitt að gera kannanir sem við getum treyst á að gefi raunsanna mynd,“ segir Hildigunnur. Spurt var í könnuninni: Átt þú auðvelt með að ná endum saman um hver mánaðamót?345 svöruðu 188 svara nei 50 svara sjaldan 72 svara oftast 35 svara já38% af ráðstöfunartekjum fara að meðaltali í leigu eftir húsaleigubætur45% af ráðstöfunartekjum fara að meðaltali í leigu fyrir húsaleigubætur10% þeirra sem svöruðu könnuninni borga yfir 60% af ráðstöfunartekjum sínum í húsaleigu.
Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Sjá meira