Fótbolti

Kolbeinn hafnaði tilboði frá Galatasaray í sumar

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Kolbeinn undir lok ferilsins hjá Ajax.
Kolbeinn undir lok ferilsins hjá Ajax. Vísir/GEtty
Kolbeinn Sigþórsson, leikmaður Nantes og íslenska landsliðsins í fótbolta, neitaði tilboði frá tyrkneska stórveldinu Galatasaray í sumar en þetta staðfesti hann í samtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni í dag.

Kolbeinn sem var á mála hjá Ajax í fjögur ár gekk til liðs við Nantes í frönsku úrvalsdeildinni í sumar en hann sagðist hafa hafnað tilboði frá stærra liði. Aðspurður greindi Kolbeinn frá því að liðið sem um ræddi væri Galatasaray, tyrkneska stórveldið.

Hefði hann gengið til liðs við Galatasaray hefði hann leikið með einni helstu stjörnu hollenska boltans, Wesley Sneidjer en Kolbeinn sagðist vera sáttur í herbúðum Nantes.

Hefur hann leikið í öllum fjórum leikjum liðsins hingað til á tímabilinu, þar af þrisvar í byrjunarliðinu, en hann á enn eftir að opna markareikning sinn hjá félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×