Fótbolti

Drogba skoraði þrjú í sigri Montreal | Sjáðu mörkin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Drogba þegar hann gekk í raðir Montreal.
Drogba þegar hann gekk í raðir Montreal. vísir/afp
Didier Drogba var í banastuði fyrir Montreal Impact í nótt, en hann skoraði þrjú mörk í 4-3 sigri liðsins á Chicago Fire í MLS-deildinni í knattspyrnu.

Drogba kom Montreal yfir á 27. mínútu, en níu mínútum síðar jafnaði Jeff Larentowicz fyrir gestina frá Chicago. Wandrille Lefevre kom Montreal aftur yfir fyrir hlé, en Gilberto jafnaði og staðan 2-2 í hálfleik.

Kennedy Igboananike kom gestunum yfir á 59. mínútu, en Drogba jafnaði metin tveimur mínútum síðar. Drogba var ekki hættur því á 66. mínútu skoraði hann sigurmarkið af harðfylgi. Lokatölur 4-3 sigur Montreal.

Mörkin úr leiknum má sjá neðst í greininni.

Montreal er í sjötta sæti í austurdeildinni, en í því sextánda í öllum Bandaríkjunum þegar liðið hefur leikið 24 leiki. Liðin í kring hafa þó flest öll leikið fleiri leiki, en Chicago er á botninum.

Obafemi Martins og Clint Dempsey voru á skotskónum fyrir Seattle Sounders sem vann 2-1 sigur á Toronto, en Seattle er í fimmta sæti yfir alla Bandaríkin. Þeir eru svo í þriðja sæti í vesturdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×