Innlent

Beðið eftir niðurstöðum vegna kattaeitrunar

Samúel Karl Ólason skrifar
Þrír kettir hafa verið aflífaðir í Hveragerði í sumar.
Þrír kettir hafa verið aflífaðir í Hveragerði í sumar. Vísir/Getty

Lögreglan á Suðurlandi bíður enn eftir niðurstöðum úr rannsóknum á fiskiflaki vegna kattamálsins í Hveragerði. Þar hefur grunur leikið á að eitrað hafi verið fyrir köttum og hundum í bænum. Þrír kettir hafa verið aflífaðir í Hveragerði í sumar.

Auk flaksins var einn köttur sendur í krufningu og er einnig beðið eftir niðurstöðum þar einnig. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn Suðurlands, segir rannsókn lögreglunar vera í gangi en ekkert hafi komið upp sem bendi á einhvern sérstakan eða hvort að um viljaverk sé að ræða.

Um helgina sagðist Gunnar Þorkelsson, héraðsdýralæknir á Suðurlandi, hafa mjög sterkan grun um að eitrað hefði verið fyrir köttunum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.