Innlent

Köttunum í Hveragerði hefur liðið „djöfullega“ af eitrinu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Eitrað var fyrir að minnsta kosti þremur köttum í Hveragerði fyrr í sumar.
Eitrað var fyrir að minnsta kosti þremur köttum í Hveragerði fyrr í sumar. vísir/getty
Gunnar Þorkelsson, héraðsdýralæknir á Suðurlandi, segir mjög sterkan grun um að eitrað hafi verið fyrir þremur köttum í Hveragerði fyrr í sumar. Aflífa þurfti þá alla en krufningin á einum kettinum leiddi í ljós að eitrað hafði verið fyrir honum.

„Matvælastofnun kærði málið til lögreglu sem fer með rannsókn málsins og skoðar meðal annars fiskstykki sem fannst í bænum,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. Hann vill ekki gefa upp með hvaða efni eitrað var fyrir köttunum en segir það valda þeim mikilli vanlíðan.

„Þetta fer í miðtaugakerfið á þeim og í heilann og þeim líður djöfullega. Við vonumst auðvitað til að sá sem gerði þetta náist svo það verði hægt að sækja hann til saka.“

Að sögn Gunnars segir sagan að eitrað hafi verið fyrir fleiri köttum í bænum en það hefur ekki fengist staðfest.

Ekki náðist í lögregluna á Suðurlandi við vinnslu fréttarinnar. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×