Enski boltinn

Manchester City á toppinn | Sjáðu mörkin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Manchester City heldur áfram á sigurbraut í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en þeir hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína á tímabilinu. Lokatölur 2-0 sigur City á Everton.

Fyrri hálfleikur var ekki upp á marga fiska. Staðan var markalaus í hálfleik, en Manchester City fékk ívið betri færi. Tim Howard varði í tvígang vel frá City úr góðum færum.

Fyrsta markið kom eftir klukkutíma leik. Aleksandar Kolarov skoraði þá eftir sendingu frá Raheem Sterling, en skot Kolarov var úr þröngu færi. Tim Howard hefði átt að gera miklu, miklu betur.

Nasri tvöfaldaði forystu City einni mínútu fyrir leikslok, en hann vippaði þá boltanum yfir Howard eftir frábæra sendingu Yaya Toure. Lokatölur 2-0.

City er á toppnum með níu stig eftir fyrstu þrjá leikina, en liðið hefur enn ekki fengið á sig mark. Everton er í sjöunda sæti með fjögur stig.

2-0:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×