Innlent

Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald yfir grunuðum fjársvikurum

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Þremenningarnir eru taldir tengjast skipulagðri brotastarfsemi sem teygi anga sína út fyrir landsteinana.
Þremenningarnir eru taldir tengjast skipulagðri brotastarfsemi sem teygi anga sína út fyrir landsteinana. Vísir/GVA
Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir þremur erlendum karlmönnum sem grunaðir eru um að hafa nýtt sér íslensk kreditkortarnúmer til að kaupa ýmsan varning og þjónustu hér á landi. 

Sjá einnig: Grunaðir um að leigja íbúð í gegnum Airbnb með stolnu greiðslukorti

Lögreglan telur líklegt að um sé að ræða lið í skipulagðri brotastarfsemi sem teygi anga sína til fleiri landa. Fram kemur í dómi héraðsdóms, sem hæstiréttur staðfesti óbreyttan, að lögreglan þurfi að leita aðstoðar erlendra löggæslustofnanna og eftir atvikum greiðsluþjónustufyrirtækja til að upplýsa málið og til að hafa uppi á hugsanlegum samverkamönnum þremenninganna. 

Samkvæmt heimildum fréttastofu eru mennirnir frá Litháen en þeir eru sagðir hafa notað kortaupplýsingarnar til að kaupa sér flugfar hingað til lands, leigja sér íbúð í gegnum AirBnB leigumiðlunina auk þess að kaupa sér íslenskan varning. 

Húsleit var gerð í íbúðinni sem mennirnir dvöldu í síðastliðinn föstudag, þar sem þremenningarnir voru handteknir. Kannaðist enginn þeirra við varninginn sem þar fannst. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×