Þrír í gæsluvarðhald: Grunaðir um að leigja íbúð í gegnum Airbnb með stolnu greiðslukorti Birgir Olgeirsson skrifar 24. ágúst 2015 23:15 Dómari féllst á beiðni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að úrskurða mennina þrjá í vikulangt gæsluvarðhald. Vísir/Valli Þrír erlendir karlmenn hafa verið úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa nýtt sér íslensk kreditkortanúmer til að kaupa sér ýmsan varning og þjónustu hér á landi. Samkvæmt heimildum Vísis eru mennirnir frá Litháen og sagðir hafa notað þessar kreditkortaupplýsingar til að kaupa sér flugfar hingað til lands, leigja sér íbúð í gegnum Airbnb-leigumiðlunina ásamt því að kaupa sér íslenskan varning. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerði húsleit í umræddri íbúð síðastliðinn föstudag og voru mennirnir handteknir í kjölfarið, samkvæmt heimildum Vísis. Hafliði Þórðarsonar, hjá auðgunarbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir mennina ekki hafa verið lengi hér á landi áður en þeir voru handteknir.Lögreglan átti ekki í teljandi vandræðum með að koma mönnum í Héraðsdóm Reykjavíkur þrátt fyrir Reykjavíkurmaraþonið hafi staðið yfir á sama tíma.Vísir/DaníelGæsluvarðhald í miðju maraþoni Lögreglan fór fram á vikulangt gæsluvarðhald yfir mönnunum þremur og voru þeir leiddir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur síðastliðinn laugardagsmorgun sem féllst á beiðni lögreglunnar. Þegar mennirnir voru leiddir út úr dómhúsinu við Lækjartorg voru þúsundir samankomnir í miðbænum vegna Reykjavíkurmaraþonsins samhliða því að götum var lokað fyrir akandi vegfarendur. Hafliði segir þó ekki hafa gengið illa að koma mönnunum í bíl frá fangageymslu lögreglunnar á Hverfisgötu og niður í Héraðsdóm Reykjavíkur. „Það gekk bara ágætlega, þó það hafi verið traffík,“ segir Hafliði.Keimlíkt öðrum málum Þessi rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er keimlík þeim níu málum sem lögreglan á Suðurnesjum hefur haft til meðferðar frá lokum árs 2014 sem varða ætluð fjársvik erlendra manna gagnvart flugfélögum þar sem flugmiðar eru greiddir með stolnum greiðslukortaupplýsingum.. Rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum hefur leitt í ljós að auk greiðslukortanúmera liggja fyrir upplýsingar um korthafa, heimilisföng og jafnvel netföng og símanúmer þeirra. Virðast þessar upplýsingar eiga uppruna sinn af sölusíðum á veraldarvefnum sem hafa orðið fyrir barðinu á tölvuþrjótum og ganga svo kaupum og sölum á veraldarvefnum. Lesa nánar hér. Tengdar fréttir Þrír í gæsluvarðhaldi vegna greiðslukortasvindls Sá fjórði sætir farbanni en mál hans verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness á næstu vikum. 18. ágúst 2015 16:49 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Fleiri fréttir Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Sjá meira
Þrír erlendir karlmenn hafa verið úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa nýtt sér íslensk kreditkortanúmer til að kaupa sér ýmsan varning og þjónustu hér á landi. Samkvæmt heimildum Vísis eru mennirnir frá Litháen og sagðir hafa notað þessar kreditkortaupplýsingar til að kaupa sér flugfar hingað til lands, leigja sér íbúð í gegnum Airbnb-leigumiðlunina ásamt því að kaupa sér íslenskan varning. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerði húsleit í umræddri íbúð síðastliðinn föstudag og voru mennirnir handteknir í kjölfarið, samkvæmt heimildum Vísis. Hafliði Þórðarsonar, hjá auðgunarbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir mennina ekki hafa verið lengi hér á landi áður en þeir voru handteknir.Lögreglan átti ekki í teljandi vandræðum með að koma mönnum í Héraðsdóm Reykjavíkur þrátt fyrir Reykjavíkurmaraþonið hafi staðið yfir á sama tíma.Vísir/DaníelGæsluvarðhald í miðju maraþoni Lögreglan fór fram á vikulangt gæsluvarðhald yfir mönnunum þremur og voru þeir leiddir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur síðastliðinn laugardagsmorgun sem féllst á beiðni lögreglunnar. Þegar mennirnir voru leiddir út úr dómhúsinu við Lækjartorg voru þúsundir samankomnir í miðbænum vegna Reykjavíkurmaraþonsins samhliða því að götum var lokað fyrir akandi vegfarendur. Hafliði segir þó ekki hafa gengið illa að koma mönnunum í bíl frá fangageymslu lögreglunnar á Hverfisgötu og niður í Héraðsdóm Reykjavíkur. „Það gekk bara ágætlega, þó það hafi verið traffík,“ segir Hafliði.Keimlíkt öðrum málum Þessi rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er keimlík þeim níu málum sem lögreglan á Suðurnesjum hefur haft til meðferðar frá lokum árs 2014 sem varða ætluð fjársvik erlendra manna gagnvart flugfélögum þar sem flugmiðar eru greiddir með stolnum greiðslukortaupplýsingum.. Rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum hefur leitt í ljós að auk greiðslukortanúmera liggja fyrir upplýsingar um korthafa, heimilisföng og jafnvel netföng og símanúmer þeirra. Virðast þessar upplýsingar eiga uppruna sinn af sölusíðum á veraldarvefnum sem hafa orðið fyrir barðinu á tölvuþrjótum og ganga svo kaupum og sölum á veraldarvefnum. Lesa nánar hér.
Tengdar fréttir Þrír í gæsluvarðhaldi vegna greiðslukortasvindls Sá fjórði sætir farbanni en mál hans verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness á næstu vikum. 18. ágúst 2015 16:49 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Fleiri fréttir Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Sjá meira
Þrír í gæsluvarðhaldi vegna greiðslukortasvindls Sá fjórði sætir farbanni en mál hans verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness á næstu vikum. 18. ágúst 2015 16:49