Enski boltinn

Everton áfram eftir ótrúlegan átta marka leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Romelu Lukaku skorar hér annað marka sinna í kvöld.
Romelu Lukaku skorar hér annað marka sinna í kvöld. Vísir/Getty
Enska úrvalsdeildarliðið Everton tryggði sér sæti í þriðju umferð enska deildabikarsins eftir ótrúlegan sigur á C-deildarliði Barnsley í framlengdum átta marka leik í kvöld.

Everton vann leikinn á endanum 5-3 eftir að hafa verið 2-0 undir í hálfleik. Everton mætir b-deildarliði Reading í næstu umferð.

Leikurinn var frábær skemmtun og áttu liðin sem dæmi 55 skot að marki í heildina í leiknum.

Romelu Lukaku skoraði tvö mörk fyrir Everton í kvöld en fyrra markið hans tryggði liðinu framlengingu.

Kevin Mirallas, Steven Naismith skoruðu líka fyrir Everton í kvöld en fimmta markið var sjálfsmark.

Sam Winnall og Marley Watkins komu Barnsley í 2-0 á fyrsta hálftímanum og  Dan Crowley kom Barnsley aftur yfir eftir að Everton hafði náð að jafna með tveimur mörkum á fyrstu fimmtán mínútum seinni hálfleiksins.

Staðan var 3-3 eftir venjulegan leiktíma og því varð að framlengja. Þar höfðu heimamenn í Barnsley ekki heppnina með sér þegar Marc Roberts sendi boltann í eitt mark.

Romelu Lukaku skoraði síðan fimmta mark Everton á 115. mínútu og innsiglaði sigurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×