Enski boltinn

Nolan farinn frá West Ham

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Nolan lék í fjögur ár með West Ham.
Nolan lék í fjögur ár með West Ham. vísir/getty
Kevin Nolan hefur yfirgefið West Ham United eftir fjögurra ára dvöl hjá Lundúnaliðinu. Félagið og leikmaðurinn komust að sameiginlegri ákvörðun um að binda enda á samstarfið.

Nolan, sem er 33 ára miðjumaður, lék 157 leiki með West Ham og skoraði 31 mark. Hann kom til félagsins frá Newcastle United sumarið 2011.

„Ég hef notið hverrar mínútu hjá West Ham og á góðar minningar frá dvöl minni hér. Núna hlakka ég til að takast á við nýja áskorun hjá öðru liði,“ er haft eftir Nolan á heimasíðu West Ham.

Nolan lék sinn síðasta leik fyrir West Ham þegar liðið tapaði 3-4 fyrir nýliðum Bournemouth á laugardaginn. Nolan var í byrjunarliði West Ham en var tekinn af velli í hálfleik.

Nolan ólst upp hjá Bolton Wanderers og lék með liðinu til ársins 2009 þegar hann gekk til liðs við Newcastle.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×